Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 10:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aldrei í boði að selja Tryggva - Fagnið meiri léttir heldur en diss
Skoraði tvö gegn uppeldisfélaginu.
Skoraði tvö gegn uppeldisfélaginu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk í 6-1 sigri Vals gegn ÍA. Tryggvi er uppalinn Skagamaður og félagið reyndi oftar en einu sinni að fá hann aftur á Akranes í síðasta glugga.

Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var spurður út í Tryggva í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 ÍA

„Það var bara aldrei í boði að selja Tryggva Hrafn, ekki til ÍA eða neins annars. Við erum með geggjaðan hóp, alvöru leikmenn og alvöru karakterar. Núna þurfum við bara að vera auðmjúkir, nota síðustu daga og byggja ofan á það," sagði Túfa eftir leikinn.

Tryggvi var á laugardag að skora sitt annað og þriðja mark í deildinni í sumar.

Miklu meiri léttir heldur en beint að Skagamönnum
Tryggvi fagnaði fyrra marki sínu í leiknum af mikilli innlifun. Hann var til umræðu í Innkastinu þar sem þeir Almarr Ormarsson og Baldvin Már Borgarsson voru með Elvari Geir.

„Ég held að það snúi talsvert meira að því að hann átti hauskúpuleik á móti FH. Ég held þetta hafi verið miklu meiri léttir fyrir hann að skora þetta mark og koma sér í gang, heldur en að hann hafi verið að reyna dissa Skagamenn," segir Baldvin.

„Hann er sóknarmaður sem vill skora mörk, finnst skemmtilegast að skora mörk. Þegar það gengur ekki, þegar þú átt lélega leiki eða liðið ekki að spila vel, þá er ekki til betri tilfinning en að skora mark. Í því augnabliki er hann ekkert að pæla í því hvort að þetta sé ÍA eða eitthvað allt annað lið á móti honum, honum er létt, glaður að hafa skorað og hann fagnar því. Ef einhver Skagamaður ætlar að taka því persónulega, þá verður hann bara að eiga það við sig," segir Almarr.


Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Athugasemdir
banner