Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
ÍA reyndi aftur við Tryggva Hrafn á lokadegi gluggans
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA reyndi aftur að kaupa Tryggva Hrafn Haraldsson frá Val áður en félagaskiptaglugginn lokaði í síðustu viku.

Fyrst var talað um þetta í Íþróttavikunni á 433.is og svo í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.

„Þeir reyndu enn og aftur við Tryggva Hrafn. Keli var með það í Íþróttavikunni og það er kórrétt hjá honum. Þær gerðu tvær tilraunir í Tryggva Hrafn í þessum glugga," sagði Elvar Geir Magnússon.

Valur neitaði hins vegar tilboðum ÍA í Tryggva en Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði við Fótbolta.net í mars síðastliðnum að Tryggvi væri ekki til sölu.

Tryggvi er í grunninn Skagamaður en hefur leikið með Val frá árinu 2021.
Útvarpsþátturinn - Lengjan hafin og Björn Hlynur naut sín í Liverpool
Athugasemdir
banner
banner