Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 11:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carragher: Kom mér á óvart hversu margir bauluðu
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
Er að yfirgefa Liverpool og mun líklega ganga í raðir Real Madrid í sumar.
Er að yfirgefa Liverpool og mun líklega ganga í raðir Real Madrid í sumar.
Mynd: EPA
Jamie Carragher, goðsögn hjá Liverpool, segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir bauluðu á Trent Alexander-Arnold í 2-2 jafnteflinu gegn Arsenal í gær.

Alexander-Arnold er að yfirgefa Liverpool á frjálsri sölu en hann kaus það að skrifa ekki undir nýjan samning við félagið. Hann er á leiðinni til Real Madrid.

Alexander-Arnold er uppalinn hjá Liverpool og hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu. Núna ætlar hann að takast á við nýja áskorun en stuðningsmenn Liverpool eru ekki sáttir með hann.

Leikurinn í gær var sá fyrsti sem hann spilaði eftir að það var staðfest að hann yrði ekki áfram hjá félaginu og það var baulað.

„Þetta er saga leiksins og þetta er það sem við tölum um eftir hann," sagði Carragher.

„Það kom mér á óvart hversu margir bauluðu. Að mínu mati á ekki að baula á neinn sem hjálpar Liverpool að vinna titil. Að baula á þína eigin leikmenn á meðan þeir eru enn að spila fyrir félagið er ekki fyrir mig."

Carragher telur að það væri hugsanlega rétt fyrir Arne Slot, stjóra Liverpool, að velja bakvörðinn ekki í síðustu tvo leiki tímabilsins til þess að forðast „einhvern sirkus".

Andy Robertson, bakvörður Liverpool, sagði það hefði ekki verið gaman að heyra baulið og það væri erfitt að sjá besta vin sinn fara frá félaginu. Hann sagði að hann hefði bætt sig mikið sem leikmaður með því að spila með Alexander-Arnold.

„Ég elska hann sem leikmann og ég elska hann sem vin. Hans verður saknað, hann er einn minn besti vinur í fótboltanum," sagði Robertson.
Athugasemdir
banner
banner