Jamie Carragher, goðsögn hjá Liverpool, segir að ákvörðun Trent Alexander-Arnold um að yfirgefa félagið muni hafa áhrif á það hvernig stuðningsmenn líta á hann.
Alexander-Arnold hefur hingað til leikið allan sinn feril með Liverpool og er hann uppalinn hjá félaginu. Hann hefur hins vegar ákveðið að fara frá Liverpool á frjálsri sölu í sumar. Mun hann ganga til liðs við Real Madrid.
Alexander-Arnold hefur hingað til leikið allan sinn feril með Liverpool og er hann uppalinn hjá félaginu. Hann hefur hins vegar ákveðið að fara frá Liverpool á frjálsri sölu í sumar. Mun hann ganga til liðs við Real Madrid.
Carragher, sem spilaði sjálfur allan sinn feril með Liverpool, segir:
„Leikmenn eru elskaðir meira þegar þeir meina það í alvöru að þeir vilji ekki spila fyrir neitt annað félag," segir Carragher við Telegraph.
„Með því að fara þá er Alexander-Arnold að gera uppeldisfélagi sínu erfiðara fyrir að vinna sinn 21. Englandsmeistaratitil sjöunda Evrópubikar. Það mun vekja upp tilfinningar."
„Með þessari yfirlýsingu þá er skilyrðislaus stuðningur stuðningsmanna Liverpool í garð Alexander-Arnold horfinn," segir Carragher.
Athugasemdir