11. umferð Bestu deildarinnar er að baki og nú tekur við landsleikjagluggi. Næst verður leikið í deildinni þann 23. júní.
Víkingur er með fimm stiga forystu en liðið vann 3-1 sigur gegn Fram í gærkvöldi. Pablo Punyed var leiðandi á miðjunni og valinn maður leiksins. Þá kom Gunnar Vatnhamar aftur inn í liðið og sýndi mikilvægi sitt.
Birnir Snær Ingason hefur átt frábært tímabil og var meðal markaskorara en auk þess er Arnar Gunnlaugsson þjálfari umferðarinnar.
Víkingur er með fimm stiga forystu en liðið vann 3-1 sigur gegn Fram í gærkvöldi. Pablo Punyed var leiðandi á miðjunni og valinn maður leiksins. Þá kom Gunnar Vatnhamar aftur inn í liðið og sýndi mikilvægi sitt.
Birnir Snær Ingason hefur átt frábært tímabil og var meðal markaskorara en auk þess er Arnar Gunnlaugsson þjálfari umferðarinnar.
Simen Kjellevold hefur fengið talsverða gagnrýni en þessi norski markvörður KR var maður leiksins í 1-1 jafntefli gegn ÍBV. Eyjamenn voru miklu betri í leiknum en Kjellevold bjargaði stigi, hann varði meðal annars vítaspyrnu.
FH-ingar voru svekktir yfir því að ná ekki öllum stigunum út úr viðureign sinni gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks. Davíð Snær Jóhannsson skoraði tvívegis í 2-2 jafntefli og Kjartan Kári Halldórsson var sífellt að skapa vandræði fyrir Blika.
Þorri Mar Þórisson var með stöðugar áætlunarferðir upp hægra megin þegar KA vann Fylki 2-1. Einn Keflvíkingur eru í liðinu eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni; það er Sindri Snær Magnússon.
Þá eru þrír Valsmenn í liðinu eftir að Valur komst upp í annað sætið með því að slátra HK 5-0; Hlynur Freyr Karlsson, Aron Jóhannsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson. Aron skoraði eitt mark í leiknum og Tryggvi eitt.
Sjá einnig:
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir