Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, segir sigur liðsins á ÍBV í kvöld hafa verið gríðarlega mikilvægan fyrir Skagamenn.
„Gríðarlega mikilvægt. Við vorum í brasi í byrjun leiksins og máttum kannski þakka fyrir að fá ekki fleiri mörk á okkur en við sýndum karakter og jöfnum leikinn og náum að koma til baka."
Félagaskiptaglugginn opnar á miðvikudag og Gunnlaugur segir Skagamenn vera að leita að liðsstyrk.
„Við erum að skoða það. Glugginn er að opna og það kemur bara í ljós. Ekkert sem ég get staðfest núna en við erum að skoða þetta."
Nú þegar deildin er hálfnuð sitja Skagamenn í 8.sæti deildarinnar með 12 stig og kveðst Gunnlaugur vera nokkuð sáttur með mótið hingað til.
„Við höfum verið í basli með þessi betri lið, efstu liðin. Það er eitthvað sem við þurfum að laga í seinni hlutanum. Við höfum verið í ágætis málum gegn liðunum í kringum okkur."
Athugasemdir