Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. júlí 2020 23:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fagna því þegar þjálfarar annarra liða eru svekktir með okkar leikstíl"
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson og aðstoðarþjálfari hans, Ian Jeffs.
Helgi Sigurðsson og aðstoðarþjálfari hans, Ian Jeffs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, svaraði Sigurði Heiðari Höskuldssyni, þjálfari Leiknis R., fullum hálsi eftir að Sigurður skaut á leikstíl ÍBV í síðustu viku.

ÍBV vann 4-2 sigur á Leikni en eftir leikinn sagði Sigurður: „Mér finnst alveg ótrúlegt að lið með svona mannskap sem ætlar sér upp um deild spili svona fótbolta. Að lið með svona hóp stóli á einn mann til að bomba á og bara til hamingju með það mér finnst það ótrúlegt."

Helgi var spurður út í þessi ummæli eftir 1-1 jafntefli ÍBV gegn Grindavík í Lengjudeildinni í dag.

„Ég fagna því mikið þegar þjálfarar í öðrum liðum eru svekktir út í leikstíl okkar því þá veit ég að við höfum eitthvað gert rétt," sagði Helgi í samtali við Fótbolta.net.

„Ef að þjálfarinn hjá Leikni hefði verið ánægður með okkar leikstíl þá hefði hann örugglega endað með sigri Leiknis. Það er mjög gott að hann sé pirraður og tapsár."

„Hann má gagnrýna okkur eins og hann vil en við unnum leikinn og skoruðum fjögur mörk á útivelli. Við hefðum getað bætt tveimur, þremur við og ég held að þetta hafi langt í frá verið ósanngjarn sigur. Menn mega gagnrýna okkur, það er velkomið."

Viðtalið við Helga má horfa á í spilaranum hér að neðan. Einnig má þar sjá viðtalið við Sigga Höskulds eftir tapið gegn ÍBV.
Sigurður: Með einn mann til að bomba á
Helgi Sig: Vissum að við gætum ekki unnið alla leiki
Athugasemdir
banner
banner