Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 12. júlí 2021 10:57
Elvar Geir Magnússon
Bikarinn kominn til Ítalíu: Chiellini með kórónu og Mancini drakk kampavín
Evrópumeistarar Ítalíu flugu til Rómar í morgun en með í för var auðvitað sjálfur Evrópubikarinn. Roberto Mancini skálaði um borð í kampavíni ásamt forseta ítalska knattspyrnusambandsins, Gabriele Gravina.

Giorgio Chiellini var að sjálfsögðu með Kórónu.

Ítalía vann England í úrslitaleik EM alls staðar en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill Ítalíu síðan 1968.

Það er sannkölluð þjóðhátíðarstemning á Ítalíu. Myndir segja meira en mörg orð.
Athugasemdir
banner