Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. júlí 2021 15:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keflavík fær miðjumann frá Bandaríkjunum (Staðfest)
Mynd: Keflavík
Keflavík var að krækja í leikmann að nafni Cassie Rohan frá Bandaríkjunum.

Hún er fædd í Palatine í Illinois árið 1998 og spilar sem miðjumaður.

Þetta ætti að vera góður liðsstyrkur fyrir Keflavík þar sem Rohan var síðast á máli hjá Chicago Red Stars í bandarísku deildinni sem er mjög sterk.

Hún er komin með leikheimild og spurning hvort hún komi við sögu gegn Selfoss á útivelli á morgun.

Keflavík er þessa stundina í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnar, með jafnmörg stig og Fylkir sem er í níunda sæti deildarinnar.

„Við viljum bjóða Cassie velkomna í Keflavík og vonum að hún sýni okkur hvað í henni býr!" segir í tilkynningu Keflavíkur.
Athugasemdir
banner
banner