
Njarðvíkingar fengu Fjölnismenn í heimsókn á Rafholtsvöllinn í Njarðvík nú í kvöld þegar 11.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.
Njarðvíkingar verið að síga niður töfluna og sitja sem stendur í fallsæti en eru þó ekki nema stigi frá öruggu sæti eftir leikinn í kvöld.
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 1 Fjölnir
„Mér fannst þetta nú bara hörku leikur þar sem bæði lið fengu tækifæri til þess að vinna svo sennilega var þetta bara sanngjöfn niðurstaða, mér fannst þetta vera alvöru baráttu leikur og lítið á milli þannig ég held að jafntefli hafi bara verið sanngjörn niðurstaða fyrir bæði lið."" Sagði Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.
„Mér fannst fram að vítinu við búnir að fá góðar skyndisóknarstöður og vorum bara mjög líklegir til þess að skora þó að þeir hafi haft boltann meira þannig að það var svolítið vont að fá það mark á þeim tímapunkti á okkur en mér fannst við ná að jafna okkur ágætlega á því og byrja bara strax á fullu og þá kemur þetta rauða spjald sem að nátturlega breytir leiknum og svo hefur vindurinn áhrif og við skorum svona 'suðurnesjamark' og fögnum því og Rafa fær tvisvar rosalega góða stöðu til þess að gefa á Oumar sem var einn fyrir opnu marki sem hefði verið dauða færi."
Arnar Hallsson hefur verið svolítið á milli tannan á spekingunum sem telja hann sitja í heitasta sæti deildarinnar.
„Ég hef nátturlega enga stjórn á þessari umræðu og það er við því búið að það sé rætt þegar illa gengur og ég hef ekki sett mig mikið inn í þetta en fólk í þjálfaraliðinu eru að fá símtöl og verið spyrja hvort þetta sé virkilega svona eða hinnseginn en við sem stöndum nálægt liðinu vitum hvað er satt og vitum hvað er logið og við vitum hvað er stórlega ýkt og miðað við það sem ég er að heyra að þá finnst mér að menn ættu aðeins að leggja frá sér collab-ið og draga andann djúpt áður en þeir tala"
Nánar er rætt við Arnar Hallsson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |