Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   mán 12. ágúst 2024 21:30
Sölvi Haraldsson
Fyrsti sigur KR síðan 20. maí - „Glórulaust en kærkomið“
Pálmi Rafn, þjálfari KR.
Pálmi Rafn, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þetta er mikill léttir. Sigurinn á eftir FH í fyrri umferð ef ég man rétt. Það er náttúrulega glórulaust en kærkomið.“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir langþráðan 1-0 sigur á FH í dag.


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 FH

Var ekki mikilvægt fyrir KR að ná inn marki rétt fyrir hálfleik?

Þetta var að mér fannst 50/50 leikur og kannski ekkert mikið um færi. En hrikalega mikilvægt að ná markinu og ná að endurstilla okkur fyrir seinni hálfleikinn. Við náum að halda það út. Ég viðurkenni að það fór örlítið um mann hérna undir lokin en sem betur fer í þetta skiptið var lukkan með okkur.

Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem KR-ingar halda hreinu, það hlýtur að vera jákvætt fyrir liðið?

Já já, almáttugur. Strákarnir eiga það svo mikið skilið eftir vinnusemina og baráttuna í kvöld. Þeir virkilega lögðu allt í þetta. Ef maður gerir það á maður til að uppskera.

Jóhannes Kristinn Bjarnason byrjaði sinn fyrsta leik í dag síðan í maí. Pálmi var ánægður að fá hann til baka.

Það er jákvætt að fá Jóa til baka og þessa stráka sem eru á leiðinni til baka. Ég held að ég sé ekkert að ljúga að því þegar ég segi að við höfum verið ansi óheppnir með meiðsli á þessu tímabili. Það er sjaldan þar sem við höfum getað valið úr og einhver barátta um byrjunarliðssæti. Virkilega gott að fá Jóa og aðra til baka úr meiðslum, það hjálpar.

Gyrðir Hrafn er nýkominn heim í KR frá FH. Hann ásamt Ástbirni Þórðarsyni komu í Vesturbæinn en Kristján Flóki fór í hina áttina. Liðin gerðu samkomulag um að leikmennirnir mættu ekki spila í dag nema ef annað liðið myndi borga hinu liðinu ákveðna upphæð. 

Hugsaði KR á einhverjum tímapunkti um að spila Gyrði í dag gegn FH?

Nei nei. Þetta er bara eitthvað samkomulag á milli liðanna þótt að maður hefur ekkert lesið eitthvað hvað felst í þessu. Við erum heiðursmenn myndi ég segja hérna í Vesturbænum. Við vorum ekkert að fara út í það.“ sagði Pálmi Rafn en viðtalið er mun lengra.

Viðtalið við Pálma má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner