Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   mán 12. ágúst 2024 21:30
Sölvi Haraldsson
Fyrsti sigur KR síðan 20. maí - „Glórulaust en kærkomið“
Pálmi Rafn, þjálfari KR.
Pálmi Rafn, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þetta er mikill léttir. Sigurinn á eftir FH í fyrri umferð ef ég man rétt. Það er náttúrulega glórulaust en kærkomið.“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir langþráðan 1-0 sigur á FH í dag.


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 FH

Var ekki mikilvægt fyrir KR að ná inn marki rétt fyrir hálfleik?

Þetta var að mér fannst 50/50 leikur og kannski ekkert mikið um færi. En hrikalega mikilvægt að ná markinu og ná að endurstilla okkur fyrir seinni hálfleikinn. Við náum að halda það út. Ég viðurkenni að það fór örlítið um mann hérna undir lokin en sem betur fer í þetta skiptið var lukkan með okkur.

Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem KR-ingar halda hreinu, það hlýtur að vera jákvætt fyrir liðið?

Já já, almáttugur. Strákarnir eiga það svo mikið skilið eftir vinnusemina og baráttuna í kvöld. Þeir virkilega lögðu allt í þetta. Ef maður gerir það á maður til að uppskera.

Jóhannes Kristinn Bjarnason byrjaði sinn fyrsta leik í dag síðan í maí. Pálmi var ánægður að fá hann til baka.

Það er jákvætt að fá Jóa til baka og þessa stráka sem eru á leiðinni til baka. Ég held að ég sé ekkert að ljúga að því þegar ég segi að við höfum verið ansi óheppnir með meiðsli á þessu tímabili. Það er sjaldan þar sem við höfum getað valið úr og einhver barátta um byrjunarliðssæti. Virkilega gott að fá Jóa og aðra til baka úr meiðslum, það hjálpar.

Gyrðir Hrafn er nýkominn heim í KR frá FH. Hann ásamt Ástbirni Þórðarsyni komu í Vesturbæinn en Kristján Flóki fór í hina áttina. Liðin gerðu samkomulag um að leikmennirnir mættu ekki spila í dag nema ef annað liðið myndi borga hinu liðinu ákveðna upphæð. 

Hugsaði KR á einhverjum tímapunkti um að spila Gyrði í dag gegn FH?

Nei nei. Þetta er bara eitthvað samkomulag á milli liðanna þótt að maður hefur ekkert lesið eitthvað hvað felst í þessu. Við erum heiðursmenn myndi ég segja hérna í Vesturbænum. Við vorum ekkert að fara út í það.“ sagði Pálmi Rafn en viðtalið er mun lengra.

Viðtalið við Pálma má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner