Myndbrot af Vincent Kompany, fyrrum þjálfara Burnley, að hrauna yfir Jóhann Berg Guðmundsson, leikmann félagsins, birtist á X í gær.
Brotið er úr heimildaþáttunum Mission to Burnley en þar er liðið á æfingu og Kompany er alls ekki sáttur með viðhorf íslenska landsliðsmannsins.
„Jói, ekki 'testa' mig, hættu að fokking kvarta," sagði hann margoft við hann áður en Jói Berg svaraði fyrir sig.
„Yfir hverju hef ég verið að kvarta?" sagði Jói Berg.
„Líkamstjáningin er ömurleg, andskotinn hafi það," svaraði Kompany.
Jóhann Berg kom við sögu í 26 leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð þegar liðið féll en hann var aðeins tólf sinnum í byrjunarliðinu og var fimm sinnum ónotaður varamaður.
Hann yfirgaf félagið eftir að samningur hans rann út en endurnýjaði samning sinn í sumar. Í millitíðinni hætti Kompany sem stjóri Burnley og var ráðinn stjóri Bayern í kjölfarið.
????MISSION TO BURNLEY S2 SPOLIER ????
— Burnley FC Clips (@BurnleyFC_clips) August 11, 2024
What is your thoughts on the Kompany v Guðmundsson scene? #burnley #burnleyfc #twitterclarets???? pic.twitter.com/Sv2hFpJWCY