Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   lau 12. september 2020 14:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvíta-Rússland: Willum með tvennu í stórsigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði BATE þegar liðið vann stórsigur gegn Smolevichi í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi.

Willum átti hörkuleik og hann skoraði tvennu fyrir BATE. Hann kom sínum mönnum á bragðið á 39. mínútu og skoraði síðan þriðja mark liðsins eftir rúman klukkutíma leik.

Willum er núna kominn með þrjú mörk í 13 leikjum á þessu tímabili í Hvíta-Rússlandi.

BATE vann leikinn 5-2 og er í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og topplið Shakhtyor Soligorsk.


Athugasemdir
banner