Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. september 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elli Eiríks dæmir stórleikinn á morgun
Erlendur Eiríksson.
Erlendur Eiríksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Málarameistarinn Erlendur Eiríksson verður með flautuna á morgun þegar Valur og Breiðablik eigast við í sannkölluðum stórleik í Bestu deild kvenna.

Honum til aðstoðar verða Guðmundur Ingi Bjarnason og Elvar Smári Arnarsson. Þá verður Ragnar Þór Bender varadómari.

Breiðablik verður að vinna leikinn til þess að halda sér í baráttunni um titilinn en það munar sex stigum á liðunum fyrir þennan stórleik. Það eru fjórar umferðir eftir.

„Hörku leikur á Hlíðarenda, munar sex stigum á liðunum og því verður ekki eins mikið undir í þessum leik eins og hefur verið undanfarin ár, aftur á móti verður Breiðablik að sækja til sigurs ef þær ælta að eiga smá von að eiga möguleika á titlinum. Leikurinn verður jafn en ekki mikið um færi, Valur mun skora úr föstu leikatriði eins og í fyrri leik liðanna en Breiðablik mun jafna eftir góða skyndisókn. Mist mun skora mark Vals og Aglamaría sér um að jafna fyrir Blika. Breiðablik mun gera allt sem þær geta til að ná í sigurmarkið en það mun ekki takast og liðin munu þurfa að sætta sig við sitthvort stigið," sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrrum markvörður Breiðabliks og landsliðsins, um leikinn en hún spáir 1-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner