Afturelding hefur staðfest að þjálfarateymi meistaraflokks kvenna hefur látið af störfum.
„Alexander Aron Davorsson, Bjarki Már Sverrisson og Ruth Þórðar Þórðardóttir hafa ákveðið að róa á önnur mið að loknu nýafstöðnu tímabili," segir í tilkynningu félagsins.
Afturelding féll úr Bestu deildinni í fyrra og stóð ekki undir væntingum í Lengjudeildinni í sumar þar sem liðið hafnaði í 5. sæti og náði ekki að blanda sér í baráttuna um að komast upp.
„Alexander kom inn í meistaraflokk kvenna fyrir fimm árum, fyrst sem aðstoðarþjálfari og síðar sem aðalþjálfari. Alexander hefur unnið mikið starf fyrir meistaraflokk og verðum við honum ævinlega þakklát fyrir alla þá óeigingjörnu og heilmiklu vinnu en segja mætti að hann hafi verið vakinn og sofinn yfir þessu verkefni," segir Afturelding.
„Bjarki Már og Ruth komu inn fyrir þremur árum og lyftu allri umgjörð í kringum liðið upp, þau mynduðu stórt þjálfara teymi sem þjónustaði okkar leikmenn í hæsta klassa. Við kveðjum frábært teymi og óskum þeim alls hins besta í því sem þau taka sér fyrir hendur."
Alexander Aron, sem er fyrrum leikmaður Aftureldingar, spilaði með Álafoss í 5. deildinni í sumar og raðaði inn mörkum. Hann útilokar ekki að leggja meiri áherslu á að spila sjálfur á næsta tímabili.
„Alexander Aron Davorsson, Bjarki Már Sverrisson og Ruth Þórðar Þórðardóttir hafa ákveðið að róa á önnur mið að loknu nýafstöðnu tímabili," segir í tilkynningu félagsins.
Afturelding féll úr Bestu deildinni í fyrra og stóð ekki undir væntingum í Lengjudeildinni í sumar þar sem liðið hafnaði í 5. sæti og náði ekki að blanda sér í baráttuna um að komast upp.
„Alexander kom inn í meistaraflokk kvenna fyrir fimm árum, fyrst sem aðstoðarþjálfari og síðar sem aðalþjálfari. Alexander hefur unnið mikið starf fyrir meistaraflokk og verðum við honum ævinlega þakklát fyrir alla þá óeigingjörnu og heilmiklu vinnu en segja mætti að hann hafi verið vakinn og sofinn yfir þessu verkefni," segir Afturelding.
„Bjarki Már og Ruth komu inn fyrir þremur árum og lyftu allri umgjörð í kringum liðið upp, þau mynduðu stórt þjálfara teymi sem þjónustaði okkar leikmenn í hæsta klassa. Við kveðjum frábært teymi og óskum þeim alls hins besta í því sem þau taka sér fyrir hendur."
Alexander Aron, sem er fyrrum leikmaður Aftureldingar, spilaði með Álafoss í 5. deildinni í sumar og raðaði inn mörkum. Hann útilokar ekki að leggja meiri áherslu á að spila sjálfur á næsta tímabili.
„Nú er bara kominn tími að breyta til þetta er búinn að vera einn besti tími minn bara í fótbolta. Ég er búinn að spila með mörgum hópum og mörgum liðum og það eru bara geðveik forréttindi að fá að vera hérna í félaginu mínu og erum búinn að gera magnaða hluti, fara upp um deild og fara niður aftur og gera ótrúlega margt og svona er þetta bara og okkur finnst bara að tímapunkturinn sé bara kominn að stíga út úr þessu og prófa einhvað annað, eða bara fara spila sjálfur maður veit aldrei hvað maður gerir," sagði Alexander í viðtali á dögunum.
Athugasemdir