Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
   þri 12. nóvember 2019 12:04
Elvar Geir Magnússon
Tyrklandi
Gylfi segir of snemmt fyrir Liverpool að fagna - „Fáir orðið meistarar í nóvember"
Icelandair
Gylfi á æfingu í Antalya.
Gylfi á æfingu í Antalya.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson spjallaði við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins í Antalya í dag. Rætt var um enska boltann og komandi landsleik gegn Tyrklandi.

Lið Gylfa, Everton, hefur ekki staðið undir væntingum í ensku úrvalsdeildinni og er í 15. sæti. Í síðasta leik fyrir landsleikjagluggann vannst þó kærkominn sigur gegn Southampton þar sem Gylfi átti góðan leik.

„Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik upp á framhaldið. Það var sterkt að ná stigi gegn Tottenham og fylgja því svo eftir með þremur stigum. Það eru erfiðir leikir framundan hjá okkur, við eigum Norwich næst heima og svo koma fjórir mjög erfiðir leikir. " segir Gylfi.

Um er að ræða leiki gegn Leicester, Liverpool, Chelsea og Manchester United.

Hefur Gylfi trú á því að Everton fari að komast á betra skrið?

„Maður hefur alltaf trú á því en maður veit ekki hvað gerist. Það er stutt á milli í þessu. Það er kominn tími á að við förum að hrökkva í gang" og hala inn stigum.

Deildin hefur spilast þannig að mörg stór lið sem voru með miklar væntingar fyrir tímabilið eru að leika undir getu.

„Maður getur nefnt lið eins og United og Tottenham, og okkur sjálfa. Það eru bara þrjú stig upp í fimmta sætið hjá okkur sem er í raun ótrúlegt miðað við hvernig þetta hefur verið hjá okkur. Deildin er þannig að ef þú nærð þremur úrslitum í röð þá stekkurðu upp um 4-5 sæti. Það er fullt af leikjum framundan og það er skemmtilegt þegar það er lítið af æfingum en nóg af leikjum," segir Gylfi.

Grannar Everton í Liverpool unnu sigur gegn Manchester City í toppslagnum á sunnudag. Er Liverpool ekki bara komið langleiðina með titilinn?

„Nei nei, það gerist svo mikið yfir desember og janúar. Voru þeir ekki komnir með gott forskot í fyrra? Það er mikið af leikjum framundan. Liverpool er mjög sterkt og þetta var gríðarlega sannfærandi á móti City. Það er enn nóvember svo það er nóg eftir."

„Ef Liverpool heldur áfram að spila eins og liðið hefur verið að gera verður erfitt að ná þeim en City getur alveg komist á skrið og unnið helling af leikjum í röð," segir Gylfi.
Athugasemdir
banner
banner