Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   þri 12. nóvember 2019 12:04
Elvar Geir Magnússon
Tyrklandi
Gylfi segir of snemmt fyrir Liverpool að fagna - „Fáir orðið meistarar í nóvember"
Icelandair
Gylfi á æfingu í Antalya.
Gylfi á æfingu í Antalya.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson spjallaði við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins í Antalya í dag. Rætt var um enska boltann og komandi landsleik gegn Tyrklandi.

Lið Gylfa, Everton, hefur ekki staðið undir væntingum í ensku úrvalsdeildinni og er í 15. sæti. Í síðasta leik fyrir landsleikjagluggann vannst þó kærkominn sigur gegn Southampton þar sem Gylfi átti góðan leik.

„Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik upp á framhaldið. Það var sterkt að ná stigi gegn Tottenham og fylgja því svo eftir með þremur stigum. Það eru erfiðir leikir framundan hjá okkur, við eigum Norwich næst heima og svo koma fjórir mjög erfiðir leikir. " segir Gylfi.

Um er að ræða leiki gegn Leicester, Liverpool, Chelsea og Manchester United.

Hefur Gylfi trú á því að Everton fari að komast á betra skrið?

„Maður hefur alltaf trú á því en maður veit ekki hvað gerist. Það er stutt á milli í þessu. Það er kominn tími á að við förum að hrökkva í gang" og hala inn stigum.

Deildin hefur spilast þannig að mörg stór lið sem voru með miklar væntingar fyrir tímabilið eru að leika undir getu.

„Maður getur nefnt lið eins og United og Tottenham, og okkur sjálfa. Það eru bara þrjú stig upp í fimmta sætið hjá okkur sem er í raun ótrúlegt miðað við hvernig þetta hefur verið hjá okkur. Deildin er þannig að ef þú nærð þremur úrslitum í röð þá stekkurðu upp um 4-5 sæti. Það er fullt af leikjum framundan og það er skemmtilegt þegar það er lítið af æfingum en nóg af leikjum," segir Gylfi.

Grannar Everton í Liverpool unnu sigur gegn Manchester City í toppslagnum á sunnudag. Er Liverpool ekki bara komið langleiðina með titilinn?

„Nei nei, það gerist svo mikið yfir desember og janúar. Voru þeir ekki komnir með gott forskot í fyrra? Það er mikið af leikjum framundan. Liverpool er mjög sterkt og þetta var gríðarlega sannfærandi á móti City. Það er enn nóvember svo það er nóg eftir."

„Ef Liverpool heldur áfram að spila eins og liðið hefur verið að gera verður erfitt að ná þeim en City getur alveg komist á skrið og unnið helling af leikjum í röð," segir Gylfi.
Athugasemdir
banner