Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
   þri 12. nóvember 2019 12:04
Elvar Geir Magnússon
Tyrklandi
Gylfi segir of snemmt fyrir Liverpool að fagna - „Fáir orðið meistarar í nóvember"
Icelandair
Gylfi á æfingu í Antalya.
Gylfi á æfingu í Antalya.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson spjallaði við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins í Antalya í dag. Rætt var um enska boltann og komandi landsleik gegn Tyrklandi.

Lið Gylfa, Everton, hefur ekki staðið undir væntingum í ensku úrvalsdeildinni og er í 15. sæti. Í síðasta leik fyrir landsleikjagluggann vannst þó kærkominn sigur gegn Southampton þar sem Gylfi átti góðan leik.

„Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik upp á framhaldið. Það var sterkt að ná stigi gegn Tottenham og fylgja því svo eftir með þremur stigum. Það eru erfiðir leikir framundan hjá okkur, við eigum Norwich næst heima og svo koma fjórir mjög erfiðir leikir. " segir Gylfi.

Um er að ræða leiki gegn Leicester, Liverpool, Chelsea og Manchester United.

Hefur Gylfi trú á því að Everton fari að komast á betra skrið?

„Maður hefur alltaf trú á því en maður veit ekki hvað gerist. Það er stutt á milli í þessu. Það er kominn tími á að við förum að hrökkva í gang" og hala inn stigum.

Deildin hefur spilast þannig að mörg stór lið sem voru með miklar væntingar fyrir tímabilið eru að leika undir getu.

„Maður getur nefnt lið eins og United og Tottenham, og okkur sjálfa. Það eru bara þrjú stig upp í fimmta sætið hjá okkur sem er í raun ótrúlegt miðað við hvernig þetta hefur verið hjá okkur. Deildin er þannig að ef þú nærð þremur úrslitum í röð þá stekkurðu upp um 4-5 sæti. Það er fullt af leikjum framundan og það er skemmtilegt þegar það er lítið af æfingum en nóg af leikjum," segir Gylfi.

Grannar Everton í Liverpool unnu sigur gegn Manchester City í toppslagnum á sunnudag. Er Liverpool ekki bara komið langleiðina með titilinn?

„Nei nei, það gerist svo mikið yfir desember og janúar. Voru þeir ekki komnir með gott forskot í fyrra? Það er mikið af leikjum framundan. Liverpool er mjög sterkt og þetta var gríðarlega sannfærandi á móti City. Það er enn nóvember svo það er nóg eftir."

„Ef Liverpool heldur áfram að spila eins og liðið hefur verið að gera verður erfitt að ná þeim en City getur alveg komist á skrið og unnið helling af leikjum í röð," segir Gylfi.
Athugasemdir
banner
banner