Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 12. nóvember 2019 12:04
Elvar Geir Magnússon
Tyrklandi
Gylfi segir of snemmt fyrir Liverpool að fagna - „Fáir orðið meistarar í nóvember"
Icelandair
Gylfi á æfingu í Antalya.
Gylfi á æfingu í Antalya.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson spjallaði við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins í Antalya í dag. Rætt var um enska boltann og komandi landsleik gegn Tyrklandi.

Lið Gylfa, Everton, hefur ekki staðið undir væntingum í ensku úrvalsdeildinni og er í 15. sæti. Í síðasta leik fyrir landsleikjagluggann vannst þó kærkominn sigur gegn Southampton þar sem Gylfi átti góðan leik.

„Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik upp á framhaldið. Það var sterkt að ná stigi gegn Tottenham og fylgja því svo eftir með þremur stigum. Það eru erfiðir leikir framundan hjá okkur, við eigum Norwich næst heima og svo koma fjórir mjög erfiðir leikir. " segir Gylfi.

Um er að ræða leiki gegn Leicester, Liverpool, Chelsea og Manchester United.

Hefur Gylfi trú á því að Everton fari að komast á betra skrið?

„Maður hefur alltaf trú á því en maður veit ekki hvað gerist. Það er stutt á milli í þessu. Það er kominn tími á að við förum að hrökkva í gang" og hala inn stigum.

Deildin hefur spilast þannig að mörg stór lið sem voru með miklar væntingar fyrir tímabilið eru að leika undir getu.

„Maður getur nefnt lið eins og United og Tottenham, og okkur sjálfa. Það eru bara þrjú stig upp í fimmta sætið hjá okkur sem er í raun ótrúlegt miðað við hvernig þetta hefur verið hjá okkur. Deildin er þannig að ef þú nærð þremur úrslitum í röð þá stekkurðu upp um 4-5 sæti. Það er fullt af leikjum framundan og það er skemmtilegt þegar það er lítið af æfingum en nóg af leikjum," segir Gylfi.

Grannar Everton í Liverpool unnu sigur gegn Manchester City í toppslagnum á sunnudag. Er Liverpool ekki bara komið langleiðina með titilinn?

„Nei nei, það gerist svo mikið yfir desember og janúar. Voru þeir ekki komnir með gott forskot í fyrra? Það er mikið af leikjum framundan. Liverpool er mjög sterkt og þetta var gríðarlega sannfærandi á móti City. Það er enn nóvember svo það er nóg eftir."

„Ef Liverpool heldur áfram að spila eins og liðið hefur verið að gera verður erfitt að ná þeim en City getur alveg komist á skrið og unnið helling af leikjum í röð," segir Gylfi.
Athugasemdir
banner
banner