Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   þri 12. nóvember 2019 12:04
Elvar Geir Magnússon
Tyrklandi
Gylfi segir of snemmt fyrir Liverpool að fagna - „Fáir orðið meistarar í nóvember"
Icelandair
Gylfi á æfingu í Antalya.
Gylfi á æfingu í Antalya.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson spjallaði við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins í Antalya í dag. Rætt var um enska boltann og komandi landsleik gegn Tyrklandi.

Lið Gylfa, Everton, hefur ekki staðið undir væntingum í ensku úrvalsdeildinni og er í 15. sæti. Í síðasta leik fyrir landsleikjagluggann vannst þó kærkominn sigur gegn Southampton þar sem Gylfi átti góðan leik.

„Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik upp á framhaldið. Það var sterkt að ná stigi gegn Tottenham og fylgja því svo eftir með þremur stigum. Það eru erfiðir leikir framundan hjá okkur, við eigum Norwich næst heima og svo koma fjórir mjög erfiðir leikir. " segir Gylfi.

Um er að ræða leiki gegn Leicester, Liverpool, Chelsea og Manchester United.

Hefur Gylfi trú á því að Everton fari að komast á betra skrið?

„Maður hefur alltaf trú á því en maður veit ekki hvað gerist. Það er stutt á milli í þessu. Það er kominn tími á að við förum að hrökkva í gang" og hala inn stigum.

Deildin hefur spilast þannig að mörg stór lið sem voru með miklar væntingar fyrir tímabilið eru að leika undir getu.

„Maður getur nefnt lið eins og United og Tottenham, og okkur sjálfa. Það eru bara þrjú stig upp í fimmta sætið hjá okkur sem er í raun ótrúlegt miðað við hvernig þetta hefur verið hjá okkur. Deildin er þannig að ef þú nærð þremur úrslitum í röð þá stekkurðu upp um 4-5 sæti. Það er fullt af leikjum framundan og það er skemmtilegt þegar það er lítið af æfingum en nóg af leikjum," segir Gylfi.

Grannar Everton í Liverpool unnu sigur gegn Manchester City í toppslagnum á sunnudag. Er Liverpool ekki bara komið langleiðina með titilinn?

„Nei nei, það gerist svo mikið yfir desember og janúar. Voru þeir ekki komnir með gott forskot í fyrra? Það er mikið af leikjum framundan. Liverpool er mjög sterkt og þetta var gríðarlega sannfærandi á móti City. Það er enn nóvember svo það er nóg eftir."

„Ef Liverpool heldur áfram að spila eins og liðið hefur verið að gera verður erfitt að ná þeim en City getur alveg komist á skrið og unnið helling af leikjum í röð," segir Gylfi.
Athugasemdir