Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 10:04
Magnús Már Einarsson
Pétur Viðars leggur skóna á hilluna
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 32 ára gamall. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins í dag.

Pétur hefur skorað 11 mörk í 237 deildar og bikarleikjum FH á ferli sínum. Fyrsti leikur hans með liðinu var árið 2006 en hann hefur unnið fimm Íslandmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil með liðinu.

„Þetta er búið að blunda í mér og ég held að þetta sé bara orðið gott. Þetta er bú­inn að vera ótrú­lega skemmti­leg­ur tími og frá­bær for­rétt­indi að fá að spila fyr­ir þenn­an klúbb og taka þátt í vel­gengn­inni sem hef­ur verið hjá fé­lag­inu. Ég hef fengið að taka þátt í ótrú­legu æv­in­týri, Evr­ópu­ferðirn­ar all­ar og vinna marga titla með liðinu. Mér finnst eins og ég sé ný­byrjaður og fyndið að ég sé bú­inn að taka tólf tíma­bil með FH,“ sagði Pét­ur í sam­tali við mbl.is í morg­un.

Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, lagði skóna einnig á hilluna í haust og þá hefur Atli Guðnason íhugað slíkt hið sama. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði í útvarpsþætti Fótbolta.net á dögunum að hann reiknaði með að Atli myndi spila áfram.

Í gær fékk FH liðsstyrk þegar Baldur Sigurðsson gekk til liðs við félagið frá Stjörnunni. Baldur hefur oftast leikið á miðjunni á ferlinum en hann gæti einni styrkt miðvörðinn hjá FH.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner