Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 12. nóvember 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Samningur Conte rennur út næsta sumar - „Verð að finna að ég eigi það skilið"
Mynd: Getty Images

Samningur Antonio Conte stjóra Tottenham rennur út eftir tímabilið. Hann áttar sig á því að hann þarf að vinna fyrir nýjum samningi.


„Þú veist það mjög vel að samningurinn minn rennur út í júní. Þangað til verður félagið að meta þetta eftir bestu getu. Ég hugsa þetta eins og með allt, maður þarf að eiga þetta skilið og það er mikilvægt að sjá það sem eftir er að tímabilinu og ef við erum sáttir með bætingarnar," sagði Conte.

„Frá mér séð verð ég a ðfinna að ég eigi það skilið að skrifa undir nýjan samning við þetta félag, ég verð að finna það."

Conte er í góðu samstarfi við Fabio Paratici, yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu og Daniel Levy, eiganda félgasins.

„Við erum alltaf að tala saman. Samtölin eru alltaf góð. Það er aðeins eitt markmið, að bæta okkur, innan sem utan vallar og finna bestu lausnina í hvert sinn," sagði Conte.

„Við höfum eingöngu verið að vinna í því að bæta félagið og finna góða leið til að koma því áfram."


Athugasemdir
banner
banner
banner