Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 12. nóvember 2022 10:00
Aksentije Milisic
Ten Hag vill selja Maguire - Tielemans til Arsenal?
Powerade
Til sölu?
Til sölu?
Mynd: EPA
Arsenal hefur áhuga.
Arsenal hefur áhuga.
Mynd: EPA
Rooney, Ronaldo og Anderson á góðri stundu.
Rooney, Ronaldo og Anderson á góðri stundu.
Mynd: Getty Images

Maguire, Depay, Mbappe, Felix, Endrick, Mudryk, Bielsa og fleiri í slúðurpakkanum þennan laugardaginn. BBC tók saman.
___________________________


Erik ten Hag, stjóri Manchester United, vill selja fyrirliða liðsins, Harry Maguire (29) en félagið mun þurfa að sætta sig við minna en 80 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Guardian)

Hollenski framherjinn Memphis Depay (28), sem hefur verið orðaður við Tottenham og Manchester United, vill fara frá Barcelona í janúar glugganum. (Mundo Deportivo)

Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe (23), segir að hann vilji skrá nafn sitt á spjöld sögunnar hjá PSG frekar heldur en að yfirgefa félagið og vinna Meistaradeildina. (Sports Illustrated)

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, segir að hann vilji halda Joao Felix hjá félaginu en verðið er að orða þennan 23 ára gamla Portúgala við PSG. (Fichajes)

Chelsea hefur boðið sextán ára gömlum leikmanni Palmeiras, Endrick, og fjölskyldu hans, á æfingasvæðið en liðið er að reyna hafa betur í baráttunni gegn PSG og Real Madrid um þennan Brassa. (Mail)

Arsenal ætlar að reyna við Yuri Tielemans (25) og hinn 21 árs gamla Danilo, leikmann Palmeiras, í janúar. (90min)

Newcastle United er á eftir hinum 21 árs gamla  Mykhaylo Mudryk, leikmanni Shakhtar Donetsk en hann hefur einnig verið orðaður við Arsenal. (Football Insider)

Manchester City hefur hefur bæst í baráttuna við hinn 21 árs gamla miðjumann Enzo Fernandez, leikmann Benfica.

Atletico Madrid vill kaupa Sergio Reguilon (25) frá Tottenham en hann er á láni hjá félaginu eins og er. (Fichajes)

Luis Enrique, þjálfar spænska landsliðsins, var með Gerard Pique á lista hjá sér varðandi HM í Katar en Pique ákvað að leggja skónna á hillunna fyrir nokkrum dögum. (Sport)

Newcastle United mun hlusta á tilboð í Matt Ritchie í janúar en Eddi Howe, stjóri Newcastle, hefur gefið félaginu grænt ljós á að selja þennan 33 ára gamla leikmann. (Football Insider)

Bournemouth er að skoða það að fá hinn 67 ára gamla Marcelo Bielsa til að taka við liðinu. (Athletic)

Wayne Rooney segir að Roy Keane hefði ekki sætt sig við svona hegðun eins og Cristiano Ronaldo sýndi í leiknum gegn Tottenham en Keane hef komið Ronaldo til varnar í málinu. (Talksport)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner