Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. janúar 2022 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vieira um Nketiah: Ég hef ekkert um hann að segja
Mynd: EPA
Eddie Nketiah hefur verið orðaður við Crystal Palace í glugganum en hann á hálft ár eftir af samningi sínum við Arsenal og er sagður vera að líta í kringum sig í leit að nýju félagi.

Patrick Vieira, stjóri Palace, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag þar sem Palace á leik gegn Brighton á morgun. Vieria var spurður út í Nketiah.

„Af hverju [spyrjiði um] hann? Ég hef ekkert um hann að segja. Hann er leikmaður Arsenal og stjóri hans hefur sagt skýrt og greinilega að hann verður áfram hjá Arsenal. Ég hef ekkert við það að bæta," sagði Vieira.

„Nketiah er okkar leikmaður og hann mun vera áfram hjá okkur," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, á blaðamannafundi í gær.

Palace verður án James Tomkins og James McArthur í leiknum gegn Brighton á morgun. Vieira vonast til að Vicente Guaita geti spilað og þá verður Nathan Ferguson í hópnum.

Sjá einnig:
Arteta neitaði að tjá sig um Vlahovic - Nketiah fer hvergi
Athugasemdir
banner
banner
banner