Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   fim 13. febrúar 2020 19:20
Fótbolti.net
Elfar Árni líklega með slitið krossband
Elfar Árni í leik með KA gegn Breiðabliki síðasta sumar.
Elfar Árni í leik með KA gegn Breiðabliki síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Elfar Árni Aðalsteinsson, sóknarmaður KA, er líklega með slitið krossband samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Ef svo er, þá verður hann ekki með í sumar.

Hann fór meiddur af velli í 5-1 sigrinum á Þór í Kjarnafæðismótinu í byrjun þessa mánaðar.

Elfar Árni er mikilvægur leikmaður í liði KA, en hann hefur leikið með félaginu frá 2015. Hann var stórkostlegur síðasta sumar og skoraði þá 13 mörk í 20 leikjum í Pepsi Max-deildinni.

Ef krossbandið er slitið þá verður Elfar ekki með KA í sumar sem er auðvitað mikið áfall fyrir liðið.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði í útvarpsþætti Fótbolta.net að KA ætlaði að bæta við sóknarmanni en þar er um erlendan leikmann að ræða samkvæmt okkar heimildum.

KA hafnaði í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar síðasta sumar.
Íslenski boltinn - Áhugaverður leikmaður fer norður
Athugasemdir
banner
banner