Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. febrúar 2021 13:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikill metnaður hjá nýju Íslendingaliði í Þýskalandi
Alexandra er nýgengin í raðir Eintracht Frankfurt.
Alexandra er nýgengin í raðir Eintracht Frankfurt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eintracht Frankfurt ætlar sér að gera stóra hluti í kvennaboltanum að því kemur fram hjá þýska fjölmiðlinum SportBuzzer.

Þar segir að tveir leikmenn stórliðsins Wolfsburg séu á óskalista félagsins; Lena Goeßling og Fridolina Rolfö.

Goeßling er 34 ára gömul þaulreynd þýsk landsliðskona sem spilar á miðjunni. Rolfö er sænsk landsliðskona sem spilar sem sóknarmaður.

Það er metnaðarfullt fólk við stjórnvölinn hjá Frankfurt og er stefnan sett á að komast í Meistaradeildina með því að lenda í einu af þremur efstu sætum þýsku úrvalsdeildarinnar á næsta tímabili.

Frankfurt er nýtt Íslendingalið því miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir samdi við félagið í síðasta mánuði. Alexandra er aðeins tvítug en er þrátt fyrir ungan aldur orðin mikilvægur hluti af íslenska landsliðinu og framtíðin er björt fyrir hana í fótboltanum.

Frankfurt er þessa stundina í sjötta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner