Svo koma augnablik í sumar þar sem við munum þurfa á honum að halda, reynslumikill leikmaður eins og hann mun taka þá sénsa
Ef hann er ekki að spila þá þýðir það að aðrir leikmenn hafa tekið stór skref sem er þá bara frábært.
Óskar segir Klæmint hafa haft góð áhrif á Stefán Inga. 'Hann er með mikla hæfileika inn í boxinu sem þeir hafa geta lært af, búinn að hjálpa þeim á margan hátt.'
Klæmint Olsen kom fyrir áramót á láni til Íslandsmeistara Breiðabliks frá NSÍ Runavík í Færeyjum. Klæmint var í leit að nýju liði þar sem hann er færeyskur landsliðsmaður en landsliðsþjálfarinn krafðist þess að framherjinn færi í annað lið ef hann vildi spila áfram með landsliðinu þar sem NSÍ féll úr efstu deild.
Rætt var um færeyska markaskorarann í útvarpsþættinum Fótbolta.net. „Það kom mér rosalega óvart og mér fannst það langt frá Óskari og Dóra (þjálfurum Breiðabliks), því sem þeir eru að gera, að sækja 32 ára Færeying til Færeyja. Mér finnst það mjög ó-Blikalegt. Ég skil ekki hver þörfin er?" velti Ingólfur Sigurðsson fyrir sér í þættinum.
„Það hefur enginn spurt hann, það væri fínt ef einhver með míkrafón myndi spyrja hann við tækifæri," sagði Tómas Þór. „Ég get alveg lofað þér því að ef einhver hefði gert þetta þegar Óskar var sérfræðingur í sjónvarpi, þá hefði Óskar rifið hann í tætlur. En það er klárlega einhver pæling þarna bakvið."
Fréttamaður svaraði kalli Tómasar og vippaði boltanum yfir á Óskar Hrafn Þorvaldsson og lét hann svara.
Rætt var um færeyska markaskorarann í útvarpsþættinum Fótbolta.net. „Það kom mér rosalega óvart og mér fannst það langt frá Óskari og Dóra (þjálfurum Breiðabliks), því sem þeir eru að gera, að sækja 32 ára Færeying til Færeyja. Mér finnst það mjög ó-Blikalegt. Ég skil ekki hver þörfin er?" velti Ingólfur Sigurðsson fyrir sér í þættinum.
„Það hefur enginn spurt hann, það væri fínt ef einhver með míkrafón myndi spyrja hann við tækifæri," sagði Tómas Þór. „Ég get alveg lofað þér því að ef einhver hefði gert þetta þegar Óskar var sérfræðingur í sjónvarpi, þá hefði Óskar rifið hann í tætlur. En það er klárlega einhver pæling þarna bakvið."
Fréttamaður svaraði kalli Tómasar og vippaði boltanum yfir á Óskar Hrafn Þorvaldsson og lét hann svara.
Af hverju ertu að fá til þín Klæmint Olsen?
„Pælingin með því að sækja Klæmint á þeim tímapunkti sem hann er sóttur er sú að við vorum búnir að missa Ísak (Snæ Þorvaldsson), vorum að fá Stebba (Stefán Inga Sigurðarson) til baka og Eyþór (Aron Wöhler) kom inn. En hvorugur þeirra hefur þeirra hefur reynslu af því að spila í liði eins og Breiðablik. Klæmint er vissulega að verða 33 ára, sem er samt enginn rosalegur aldur, en hann er markahæsti leikmaður í sögu færeyska landsliðsins með tíu mörk. Öll tíu mörkin hefur hann skorað síðan 2019. Hann hefur skorað sjö mörk í Evrópuleikjum með NSÍ Runavík, það verður að teljast vel gert, enginn af okkar leikmönnum hefur skorað sjö mörk í Evrópu. Planið er að fá hann inn með alþjóðlega reynslu, hann á 52 landsleiki og mikla reynslu. Við eigum fullt af flottum og efnilegum leikmönnum, en ég vildi fá reynslu úr alþjóðlegum fótbolta."
„Hann hefur komið ljómandi sterkur inn, hefur ýtt Stefáni Inga og Eyþóri Wöhler áfram. Þeir báðir hafa átt ljómandi gott undirbúningstímabil. Hann hefur einnig ýtt landa sínum Patrik og Kidda Steindórs áfram, búinn að kenna þessum gæjum fullt. Hann er með mikla hæfileika inn í boxinu sem þeir hafa geta lært af, búinn að hjálpa þeim á margan hátt."
„Fyrir okkur verður Klæmint Olsen ekki dæmdur af mínútunum sem hann spilar, heldur hvað hann kemur með inn í hópinn. Ef hann er ekki að spila þá þýðir það að einhverjir aðrir hafa tekið skref sem við bjuggumst kannski ekki við."
Getur Breiðablik fjárhagslega leyft sér það að vera með mann eins og Klæmint á bekknum?
„Hann er hluti af hópnum og það fær enginn sjálfkrafa mínútur sama hvort hann er á frábærum launum eða lélegum launum. Menn eru bara teknir inn í hópinn og sumir eru með hærri laun en aðrir. Á endanum er það frammistaðan og það sem þeir leggja til sem skiptir máli. Stórir sigrar vinnast ekki alltaf með þeim ellefu sem eru inná vellinum á hverjum tíma. Það er mikill misskilningur og mikil einföldun myndi ég segja. Ég hef litið á það að sterkasti hluti Breiðabliksliðsins sé liðsheildin, hversu þéttur hópurinn er."
„Klæmint er frábær karakter, fellur mjög vel inn í hópinn og hefur hjálpað til við að búa til jákvætt andrúmsloft á æfingum hjá okkur. Hann æfir mjög vel og er mikill atvinnumaður. Við erum að reyna vera með sterkan og öflugan hóp, erum að fara taka þátt í mörgum verkefnum, þannig hann rúmast alveg innan þess sem við erum að reyna gera."
Sögurnar sem heyrast er að hlutirnir séu að ganga illa hjá honum. Stefán og Eyþór hafa staðið sig vel, hefuru hugsað um að slíta á strenginn og senda hann til baka úr láninu?
„Ekki í eina sekúndu. Ég er mjög ánægður með hann, það yrði bara ef hann sæi þetta þannig að hann yrði öruggari með mínútur annars staðar, þá myndum við þurfa að hugsa það."
„Það er hægara sagt en gert fyrir fjölskyldumann sem hefur búið alla sína ævi í Runavík að rífa sig upp frá konu og börnum og flytja að heiman. En málið er að það er enginn í Breiðabliki að stressa sig. Hvort sem hann verður í stóru hlutverki eða spilar lítið, það er hægt að meta áhrif manna á svo margan hátt. Það er ekki bara með því að telja mörkin sem þeir skora, það er líka hvernig þeir hjálpa ungu mönnunum, hvernig þeir koma fyrir, hvernig þeir nálgast hvern einasta dag. Ég er sannfærður um að hann mun hjálpa okkur í baráttunni í sumar, ég hef engar áhyggjur af honum. Ef hann er ekki að spila þá þýðir það að aðrir leikmenn hafa tekið stór skref sem er þá bara frábært."
Finnst þér þú sjá jákvæða þróun á honum?
„Hann er að komast betur og betur inn í hlutina. Hann kemur inn dálítið skakkur, síðasti leikurinn hjá honum og Patrik var í lok nóvember, koma báðir dálítið skakkir inn í janúar, koma úr sínu fríi sem þeir áttu skilið. Við byrjuðum af krafti og það tók smá tíma fyrir hann að komast í takt."
„Ég er sammála þeim sem hafa sagt að undirbúningstímabilið hafi verið skrítið, markað af tveimur landsliðsferðum. Við höfum verið í töluverðum meiðslum, reyndar lítið um það í dag, en þetta hefur verið skrítið. Mér sýnist við vera á ágætis stað í dag. Sumir þurfa aðeins lengri tíma en aðrir."
„Það er frábært að fá inn færeyskan landsliðsmann, en hann labbar ekki inn í liðið, þarf að berjast fyrir hverri einustu mínútu. Það sýnir styrk hópsins, sýnir skrefin sem leikmenn eins og Stefán Ingi, Eyþór Wöhler og Ágúst Orri hafa tekið á þessu tímabili. Við erum bara brattir."
Hefuru séð þá sviðsmynd fyrir þér að Breiðabliksliðið sé búið að banka og banka allan leikinn í leit að marki, svo kemur Klæmint inn á með sitt markanef og klárar dæmið fyrir ykkur?
„Auðvitað veit maður að þar liggur hans styrkur. Hann er ekki að fara bera upp boltann eða hlaupa einhver rosaleg hlaup. Hann er bestur inn í boxinu. Hann á eftir að nýtast okkur vel, nýtist okkur í dag, nýtist okkur frábærlega á æfingum, frábær utan vallar. Svo koma augnablik í sumar þar sem við munum þurfa á honum að halda, reynslumikill leikmaður eins og hann mun taka þá sénsa," sagði Óskar.
Sjá einnig:
Klæmint: Væri sennilega ekki á Íslandi ef NSÍ hefði ekki fallið
Óskar um Klæmint: Ef það eru aðrir betri en hann þá situr hann á bekknum
Athugasemdir