Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 13. mars 2023 09:20
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Síðasta ótímabæra spáin lítur svona út - KR og ÍBV klifra
Olav Öby, norski miðjumaðurinn sem gekk í raðir KR.
Olav Öby, norski miðjumaðurinn sem gekk í raðir KR.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn var farið yfir síðustu ótímabæru spá Bestu deildarinnar fyrir tímabilið 2023.

Það eru bara 28 dagar í að keppni hefst í Bestu deildinni og nánast má segja að þetta sé tímabær spá.

Staða fjögurra efstu liða deildarinnar helst óbreytt en hástökkvarar mánaðarins eru KR-ingar sem fara upp í efri hlutann í spánni.

ÍBV fer einnig upp um sæti en FH þarf að sætta sig við að falla niður um tvö. Skellur liðsins gegn ÍBV á dögunum hefur þar mikið að segja.

Síðasta ótímabæra spáin:
1. Breiðablik
2. Víkingur
3. Valur
4. KA
5. KR (+2)
6. Stjarnan
7. FH (-2)
8. ÍBV (+1)
9. Fram (-1)
10. Fylkir
11. HK
12. Keflavík
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra og vangaveltur um landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner