Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   lau 13. apríl 2024 20:03
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: Fjölnir þurfti að hafa fyrir hlutunum - ÍR burstaði KV
Fjölnismenn eru komnir áfram
Fjölnismenn eru komnir áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frosti Brynjólfs skoraði annan bikarleikinn í röð
Frosti Brynjólfs skoraði annan bikarleikinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
ÍR-ingar skoruðu sjö
ÍR-ingar skoruðu sjö
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fjölnir, Haukar, Höttur/Huginn og ÍR voru síðustu liðin til að tryggja sig inn í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins í dag en Fjölnir og Haukar þurftu svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum.

Fjölnismenn heimsóttu KH á Hlíðarenda. KH spilar í 4. deildinni á meðan Fjölnir er í Lengjudeildinni.

Það tók gestina 42 mínútur að komast í forystu. Máni Austmann Hilmarsson skoraði markið, en þegar sex mínútur lifðu leiks jafnaði KH með marki frá Jóni Erni Ingólfssyni.

KH tókst að knýja fram framlengingu en heimamenn virtust ekki hafa orkuna í hana. Hákon Ingi Jónsson, Axel Freyr Harðarson og Kristófer Dagur Arnarsson skoruðu þrjú mörk á fimm mínútum. Þar á milli fékk Víðir Jökull Valdimarsson, markvörður KH, að líta rauða spjaldið.

Ingólfur Sigurðsson gaf KH örlitla von með marki úr vítaspyrnu á 105. mínútu en lengra komst KH ekki. Hetjuleg barátta heimamanna dugði ekki til í dag og er það Fjölnir sem verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í 32-liða úrslit.

Haukar unnu Ægi, 3-2, í baráttuleik. Ernes Slupski og Djordje Biberdzic sáu til þess að Haukar færu inn í hálfleikinn með tveggja marka forystu en Sigurður Hrannar Þorsteinsson kom Ægi inn í leikinn með marki úr víti á 58. mínútu.

Frosti Brynjólfsson, sem fór mikinn í fyrstu umferðinni, gerði þriðja mark Hauka áður en Dimitrije Cokic minnkaði muninn rúmum tíu mínútum fyrir leikslok.

Höttur/Huginn vann þá 2-0 sigur á Völsungi. Rafael Caballe og Valdimar Brimir Hilmarsson skoruðu mörkin.

ÍR-ingar flengdu þá KV, 7-1, í Vesturbæ. Guðjón Máni Magnússon skoraði þrennu fyrir Breiðhyltinga.


KH 2 - 4 Fjölnir
0-1 Máni Austmann Hilmarsson ('42 )
1-1 Jón Örn Ingólfsson ('84 )
1-2 Hákon Ingi Jónsson ('97 )
1-3 Axel Freyr Harðarson ('98 )
1-4 Kristófer Dagur Arnarsson ('102 )
2-4 Ingólfur Sigurðsson ('105 , Mark úr víti)
Rautt spjald: Víðir Jökull Valdimarsson , KH ('98)

KV 1 - 7 ÍR
0-1 Guðjón Máni Magnússon ('1ö )
0-2 Guðjón Máni Magnússon ('14 )
0-3 Alexander Kostic ('22 )
0-4 Óliver Elís Hlynsson ('26 )
1-4 Einar Már Þórisson ('36 )
1-5 Bragi Karl Bjarkason ('45, víti )
1-6 Guðjón Máni Magnússon ('75 )
1-7 Emil Nói SIgurhjartarson ('85 )

Ægir 2 - 3 Haukar
0-1 Ernest Slupski ('21 )
0-2 Djordje Biberdzic ('29 )
1-2 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('58 , Mark úr víti)
1-3 Frosti Brynjólfsson ('68 )
2-3 Dimitrije Cokic ('77 )

Höttur/Huginn 2 - 0 Völsungur
1-0 Rafael Llop Caballe ('76 )
2-0 Valdimar Brimir Hilmarsson ('81 , Mark úr víti)
Athugasemdir
banner
banner