Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   sun 13. apríl 2025 19:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Markalaust í nýliðaslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding 0 - 0 ÍBV
Lestu um leikinn

Nýliðarnir, Afturelding og ÍBV, áttust við í Bestu deildinni í kvöld í Mosfellsbæ.

Gestirnir fengu gullið tækifæri til að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks. Oliver Heiðarsson fékk boltann og hann var einn geegn Jökli Andréssyni en skaut yfir.

Þorlákur Breki komst í gott skotfæri eftir tæpleega klukkutímaleik en skotið rétt framhjá.

Stuttu síðar komst Afturelding í færi. Arnór Gauti Ragnarsson fékk fyrirgjöf en skallinn rétt framhjá markinu. Jökull varði frábærlega frá Alex Frey Hilamarssyni hinu megin stuttu síðar.

Omar Sowe var hársbreidd frá því að brjóta ísinn undir lok leiksins en skot hans úr góðri stöðu fór í stöngina. Sowe fékk annað gullið tækifæri í uppbótatímanum eftir sendingu frá Oliver en slakt skot og boltinn rúllaði framhjá. Hvorugu liðinu tókst að setja boltann í netið og markalaust jafntefli niðurstaðan.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 11 4 3 46 - 24 +22 37
2.    Víkingur R. 18 9 5 4 33 - 24 +9 32
3.    Breiðablik 18 9 5 4 30 - 24 +6 32
4.    Stjarnan 18 8 4 6 34 - 30 +4 28
5.    Vestri 18 8 2 8 19 - 17 +2 26
6.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
7.    FH 18 6 4 8 31 - 27 +4 22
8.    KA 18 6 4 8 18 - 32 -14 22
9.    ÍBV 18 6 3 9 16 - 25 -9 21
10.    KR 18 5 5 8 39 - 41 -2 20
11.    Afturelding 18 5 5 8 21 - 27 -6 20
12.    ÍA 18 5 1 12 20 - 39 -19 16
Athugasemdir
banner