Afturelding 0 - 0 ÍBV
Lestu um leikinn
Lestu um leikinn
Nýliðarnir, Afturelding og ÍBV, áttust við í Bestu deildinni í kvöld í Mosfellsbæ.
Gestirnir fengu gullið tækifæri til að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks. Oliver Heiðarsson fékk boltann og hann var einn geegn Jökli Andréssyni en skaut yfir.
Þorlákur Breki komst í gott skotfæri eftir tæpleega klukkutímaleik en skotið rétt framhjá.
Stuttu síðar komst Afturelding í færi. Arnór Gauti Ragnarsson fékk fyrirgjöf en skallinn rétt framhjá markinu. Jökull varði frábærlega frá Alex Frey Hilamarssyni hinu megin stuttu síðar.
Omar Sowe var hársbreidd frá því að brjóta ísinn undir lok leiksins en skot hans úr góðri stöðu fór í stöngina. Sowe fékk annað gullið tækifæri í uppbótatímanum eftir sendingu frá Oliver en slakt skot og boltinn rúllaði framhjá. Hvorugu liðinu tókst að setja boltann í netið og markalaust jafntefli niðurstaðan.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 2 | 2 | 0 | 0 | 6 - 0 | +6 | 6 |
2. Stjarnan | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 - 2 | +2 | 6 |
3. Vestri | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
4. Fram | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 - 3 | +1 | 3 |
5. Breiðablik | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 - 4 | 0 | 3 |
6. ÍA | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 - 2 | 0 | 3 |
7. KR | 2 | 0 | 2 | 0 | 5 - 5 | 0 | 2 |
8. Valur | 2 | 0 | 2 | 0 | 4 - 4 | 0 | 2 |
9. Afturelding | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 - 2 | -2 | 1 |
10. ÍBV | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 - 2 | -2 | 1 |
11. KA | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 - 6 | -4 | 1 |
12. FH | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 3 | -2 | 0 |
Athugasemdir