Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   sun 13. apríl 2025 21:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Svakaleg endurkoma hjá Fram gegn Breiðabliki - Víkingur rúllaði yfir KA
Gummi Magg innsiglaði magnaðan sigur Fram
Gummi Magg innsiglaði magnaðan sigur Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Þór skoraði tvennu en fór svo meiddur af velli
Valdimar Þór skoraði tvennu en fór svo meiddur af velli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann stórsigur á KA í Víkinni á meðan Fram vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Breiðablik í Úlfarsárdal.

Víkingur byrjaði af krafti en Valdimar Þór Ingimundarson skoraði með skoti sem fór af varnarmanni og í netið en hann átti frábært samspil við Helga Guðjónsson.

Eftir stundafjórðung var staðan orðin 2-0. Viktor Örlygur Andrason átti frábæra hælsendingu í gegn á Valdimar sem skoraði sitt annað mark og annað mark Víkinga.

Stuttu síðar voru Víkingar nálægt því að bæta við marki en Guðjón Ernir bjargaði á línu eftir að Erlingur Agnarsson hafði vippað yfir Stubb.

Karl Friðleifur bætti við þriðja markinu þegar hann skoraði með skoti fyrir utan teiginn. Staðan 3-0 í hálfleik.

Eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik vann Stígur DIljan boltann en hann hafði komið inn á í fyrri hálfleik þegar Valdimar meiddist. Stígur sendii Helga einan í gegn og hann skoraði fjórða markið og gulltryggði sigur Víkinga.

Svakaleg endurkoma á Lambhagavelli

Óli Valur Ómarsson kom Blikum yfir gegn Fram þegar hann fékk flugbraut upp kantinn. Hann komst inn á teiginn og kláraði örugglega.

Tobias Thomsen bætti öðru marki Blika við seint í fyrri hálfleik þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Aroni Bjarnasyni.

Framarar tóku yfir leikinn í seinni hálfleik og kláruðu leikinn á tíu mínútna kafla.

Sigurjón Rúnarsson kom liðinu inn í leikinn þegar boltinn barst til hans inn á teignum eftir skot frá Simon Tibbling. Gabríel Snær Hallsson skallaði boltann beint til Kennie Chopart og rann síðan þegar hann ætlaði að verjast og Kennie nýtti sér það og jafnaði metin.

Guðmundur Magnússon kom liðinu yfir þegar boltinn datt fyrir hann inn á teignum eftir markvörslu frá Antoni Ara. Gummi Magg innsiglaði síðan sigur Fram tveimur mínútum síðar þegar hann hirti boltann af Viktori Erni Mgargeeirssyni og vippaði boltanum yfir Anton Ara.

Víkingur R. 4 - 0 KA
1-0 Valdimar Þór Ingimundarson ('3 )
2-0 Valdimar Þór Ingimundarson ('14 )
3-0 Karl Friðleifur Gunnarsson ('24 )
4-0 Helgi Guðjónsson ('55 )
Lestu um leikinn

Fram 4 - 2 Breiðablik
0-1 Óli Valur Ómarsson ('17 )
0-2 Tobias Bendix Thomsen ('38 )
1-2 Sigurjón Rúnarsson ('72 )
2-2 Kennie Knak Chopart ('75 )
3-2 Guðmundur Magnússon ('80 )
4-2 Guðmundur Magnússon ('82 )
Lestu um leikinn
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 2 2 0 0 6 - 0 +6 6
2.    Stjarnan 2 2 0 0 4 - 2 +2 6
3.    Vestri 2 1 1 0 2 - 1 +1 4
4.    Fram 2 1 0 1 4 - 3 +1 3
5.    Breiðablik 2 1 0 1 4 - 4 0 3
6.    ÍA 2 1 0 1 2 - 2 0 3
7.    KR 2 0 2 0 5 - 5 0 2
8.    Valur 2 0 2 0 4 - 4 0 2
9.    Afturelding 2 0 1 1 0 - 2 -2 1
10.    ÍBV 2 0 1 1 0 - 2 -2 1
11.    KA 2 0 1 1 2 - 6 -4 1
12.    FH 2 0 0 2 1 - 3 -2 0
Athugasemdir
banner
banner