Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   sun 13. apríl 2025 22:34
Elvar Geir Magnússon
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann magnaðan endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deildinni í kvöld. Liðið skoraði fjögur mörk á skömmum kafla eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik.

Guðmundur Magnússon kom inn af bekknum þegar Breiðablik var tveimur mörkum yfir en hann skoraði tvö af mörkum Fram.

Lestu um leikinn: Fram 4 -  2 Breiðablik

„Menn voru ósáttir við fyrri hálfleikinn, vildu taka sig saman í andlitinu og keyra í þetta. Við höfðum engu að tapa í hálfleik. Svo náðum við inn markinu og þá finna menn blóðlyktina," segir Guðmundur.

Hvað fór í gegnum hausinn á þér þegar þú komst inn af bekknum?

„Ég ætlaði bara að breyta leiknum og gefa mig allan í þetta. Ég var settur inn til að reyna að breyta þessu og ætlaði bara að gera það.“

Seinna mark Gumma var sérstaklega glæsilega klárað.

„Ég tók eitt svona mark í fyrra á móti KR, með vinstri. Sem betur fer hitti hann ekki boltann á línunni og hann lak inn,“ segir Guðmundur.

Hann hefur byrjað á bekknum í fyrstu tveimur umferðunum og segir frá því í viðtalinu að verið sé að gera þetta skynsamlega vegna vöðvameiðsla sem hann hlaut fyrir mót og verið að fyrirbyggja mögulegt bakslag.
Athugasemdir
banner