Fram vann magnaðan endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deildinni í kvöld. Liðið skoraði fjögur mörk á skömmum kafla eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik.
Guðmundur Magnússon kom inn af bekknum þegar Breiðablik var tveimur mörkum yfir en hann skoraði tvö af mörkum Fram.
Guðmundur Magnússon kom inn af bekknum þegar Breiðablik var tveimur mörkum yfir en hann skoraði tvö af mörkum Fram.
Lestu um leikinn: Fram 4 - 2 Breiðablik
„Menn voru ósáttir við fyrri hálfleikinn, vildu taka sig saman í andlitinu og keyra í þetta. Við höfðum engu að tapa í hálfleik. Svo náðum við inn markinu og þá finna menn blóðlyktina," segir Guðmundur.
Hvað fór í gegnum hausinn á þér þegar þú komst inn af bekknum?
„Ég ætlaði bara að breyta leiknum og gefa mig allan í þetta. Ég var settur inn til að reyna að breyta þessu og ætlaði bara að gera það.“
Seinna mark Gumma var sérstaklega glæsilega klárað.
„Ég tók eitt svona mark í fyrra á móti KR, með vinstri. Sem betur fer hitti hann ekki boltann á línunni og hann lak inn,“ segir Guðmundur.
Hann hefur byrjað á bekknum í fyrstu tveimur umferðunum og segir frá því í viðtalinu að verið sé að gera þetta skynsamlega vegna vöðvameiðsla sem hann hlaut fyrir mót og verið að fyrirbyggja mögulegt bakslag.
Athugasemdir