Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 13. maí 2021 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Watzke hefur fulla trú á að Haaland verði áfram í gulu
Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund, ræddi málin við Bild í morgun.

Watzke var meðal annars spurður út í norska ungstirnið Erling Braut Haaland sem er eftirsóttur um alla Evrópu.

„Ég hef fulla trú og býst ekki við öðru en að Haaland muni spiila áfram fyrir okkur á næsta ári," sagði Watzke.

Haaland er dýr í sumar en mun lækka talsvert í verði næsta sumar vegna sérstaks samningsákvæðis.

„Ég hef engar áhyggjur að hann fari í sumar. Ég er fullkomlega rólegur."
Athugasemdir
banner