Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fös 13. maí 2022 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Áttum von á því að þetta yrði barningsleikur
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst bara gríðarleg vonbrigði. Frammistaðan var ekki nógu góð, við áttum von á því að þetta yrði barningsleikur og við vorum undir í því í dag og því fór sem fór.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur um fyrstu viðbrögð sín eftir 2-1 tap Keflavíkur gegn Aftureldingu á heimavelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Afturelding

Keflavík byrjaði leikinn ágætlega og sótti á lið Aftureldingar og uppskar mark út vítaspyrnu eftir um korters leik. Eftir það virtist sem allt púður væri úr sóknarleik liðsins og gestinir úr Mosfellsbæ gengu á lagið og lokuðu svo vörninni algjörlega.

„Þær voru þéttar í sínum varnarleik og við áttum erfitt með að komast framhjá þeim og skapa eitthvað. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og vinna betur í.“

Maria Corral Pinon fékk leikheimild á dögunum með Keflavík en var hvergi sjáanleg á skýrslu í dag. Er þess langt að bíða að við fáum að sjá hana spila?

„Bara þegar hún kemur til landsins. Þetta er nú bara leikmaður sem er að koma til landsins í heimsókn til vinkonu sinnar Önu Paulu Santos og ætlar að fá að æfa með okkur. Við ákváðum að láta hana skipta um félag en hún verður bara hér í stuttan tíma og við sjáum bara til hvort hún nýtist okkur eitthvað.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir