Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   fös 13. maí 2022 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Áttum von á því að þetta yrði barningsleikur
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst bara gríðarleg vonbrigði. Frammistaðan var ekki nógu góð, við áttum von á því að þetta yrði barningsleikur og við vorum undir í því í dag og því fór sem fór.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur um fyrstu viðbrögð sín eftir 2-1 tap Keflavíkur gegn Aftureldingu á heimavelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Afturelding

Keflavík byrjaði leikinn ágætlega og sótti á lið Aftureldingar og uppskar mark út vítaspyrnu eftir um korters leik. Eftir það virtist sem allt púður væri úr sóknarleik liðsins og gestinir úr Mosfellsbæ gengu á lagið og lokuðu svo vörninni algjörlega.

„Þær voru þéttar í sínum varnarleik og við áttum erfitt með að komast framhjá þeim og skapa eitthvað. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og vinna betur í.“

Maria Corral Pinon fékk leikheimild á dögunum með Keflavík en var hvergi sjáanleg á skýrslu í dag. Er þess langt að bíða að við fáum að sjá hana spila?

„Bara þegar hún kemur til landsins. Þetta er nú bara leikmaður sem er að koma til landsins í heimsókn til vinkonu sinnar Önu Paulu Santos og ætlar að fá að æfa með okkur. Við ákváðum að láta hana skipta um félag en hún verður bara hér í stuttan tíma og við sjáum bara til hvort hún nýtist okkur eitthvað.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner