Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 13. maí 2022 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Áttum von á því að þetta yrði barningsleikur
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst bara gríðarleg vonbrigði. Frammistaðan var ekki nógu góð, við áttum von á því að þetta yrði barningsleikur og við vorum undir í því í dag og því fór sem fór.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur um fyrstu viðbrögð sín eftir 2-1 tap Keflavíkur gegn Aftureldingu á heimavelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Afturelding

Keflavík byrjaði leikinn ágætlega og sótti á lið Aftureldingar og uppskar mark út vítaspyrnu eftir um korters leik. Eftir það virtist sem allt púður væri úr sóknarleik liðsins og gestinir úr Mosfellsbæ gengu á lagið og lokuðu svo vörninni algjörlega.

„Þær voru þéttar í sínum varnarleik og við áttum erfitt með að komast framhjá þeim og skapa eitthvað. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og vinna betur í.“

Maria Corral Pinon fékk leikheimild á dögunum með Keflavík en var hvergi sjáanleg á skýrslu í dag. Er þess langt að bíða að við fáum að sjá hana spila?

„Bara þegar hún kemur til landsins. Þetta er nú bara leikmaður sem er að koma til landsins í heimsókn til vinkonu sinnar Önu Paulu Santos og ætlar að fá að æfa með okkur. Við ákváðum að láta hana skipta um félag en hún verður bara hér í stuttan tíma og við sjáum bara til hvort hún nýtist okkur eitthvað.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir