Þýski miðillinn Bild hefur sagt frá því að Florian Wirtz, leikmaður Bayer Leverkusen, hafi tekið ákvörðun. Hann hefur verið orðaður við næsta skref á sínum ferli og Bild segir að hans eina löngun sé að fara til Bayern Munchen.
Real Madrid og Manchester City hafa verið orðuð við kappann en miðað við þennan fréttaflutning fer hann ekki frá Þýskalandi.
Real Madrid og Manchester City hafa verið orðuð við kappann en miðað við þennan fréttaflutning fer hann ekki frá Þýskalandi.
Wirtz er 22 ára sóknasinnaður miðjumaður sem aðdáendur þýska boltans hafa fylgst með í mörg ár. Hann lenti í alvarlegum meiðslum fyrir nokkrum árum en hefur verið frábær síðustu misseri.
Í frétt Bild segir að Wirtz hafi tjáð Xabi Alonso, stjóra Leverkusen, að sitt næsta skref verði að fara til Bayern. Þýski miðillinn hafði samband við Bayern og Leverkusen en enginn vildi tjá sig.
Spænski stjórinn hefur sjálfur verið orðaður sterklega við Real Madrid og því gætu orðið stórar breytingar hjá Leverkusen í sumar.
Athugasemdir