Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 13. júní 2021 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir spurður út í Guðmund Andra eftir tapið í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var spurður út í Guðmund Andra Tryggvason á nýjan leik eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í gær

Valur keypti Guðmund Andra frá Start í Noregi rétt eftir að tímabilið hófst. Kaupverðið er talið vera á bilinu 10-11 milljónir íslenskra króna.

Guðmundur Andri var mikið meiddur áður en hann kom í Val og spilaði lítið sem ekkert með Start.

Hann hefur ekki mikið spilið í upphafi tímabils og ekki enn byrjað leik. Hann kom inn á sem varamaður snemma í seinni hálfleiknum í gær.

Heimir var spurður að því hvort að það væru einhverjar ástæður fyrir því að Guðmundur væri að spila svona lítið.

„Hann kom inn á í dag og gerði fína hluti. Við byggjum ofan á það. Það verður að sýna þolinmæði í fótboltanum," sagði Heimir en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan.

Sjá einnig:
G. Andri ónotaður varamaður - „Þurftum að setja Orra inn á"
Heimir Guðjóns: Oft betra að þruma boltanum upp
Athugasemdir
banner
banner
banner