Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fim 13. júní 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus náði samkomulagi við Douglas Luiz - Veltur allt á McKennie
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíski miðjumaðurinn Douglas Luiz virðist vera á leið til Juventus eftir að Aston Villa samþykkti skrautlegt tilboð frá ítalska stórveldinu.

Juventus borgar 20 milljónir evra fyrir Douglas Luiz en sendir tvo leikmenn til Aston Villa í staðinn - þá Weston McKennie og Samuel Iling-Junior.

Luiz er búinn að samþykkja samningstilboð frá Juve og er spenntur fyrir félagaskiptunum.

Sömu sögu er hægt að segja um hinn bráðefnilega Iling-Junior sem er spenntur að snúa aftur til Englands.

Félagaskiptin velta því alfarið á ákvörðun bandaríska miðjumannsins McKennie, sem gaf 10 stoðsendingar í 38 leikjum með Juventus á nýliðnu tímabili.

McKennie er spenntur fyrir að ganga í raðir Aston Villa en hann á eftir að gefa endanlegt samþykki fyrir félagaskiptunum.

Douglas Luiz hefur verið afar eftirsóttur undanfarin misseri og verður gríðarlega áhugavert að fylgjast með honum spila undir stjórn Thiago Motta í ítalska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner