Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 13. júlí 2020 21:05
Ester Ósk Árnadóttir
Ási: Brekka að gefa þeim eitt mark í forskot
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„ Ég er ánægður með leikmannahópinn í dag. Við lentum í höggi í síðasta leik. Við töpum illa á heimavelli og það var mikilvægt að koma sterkt til baka," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis eftir 1-1 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Fjölnir

„ Menn þéttuðu sig saman, það var góð liðsheild hér í dag og mikill barátta, vinnusemi og það var það sem þurfti til að koma til baka úr því sem gekk á í síðasta leik. Ég er ánægður með svar leikmanna í dag. Við höfum góð tök á leiknum í fyrri hálfleik. Svo kom seinni hálfleikurinn og það var eiginlega bara loftbardagi allan tímann."

Fjölnir fékk mark á sig þegar 54 sekúndur voru búnar af leiknum en komu til baka.

„ Við vildum taka þau þrjú stig sem voru í boði en því miður var leikurinn varla byrjaður þegar við erum búnir að gefa þeim forgjöf. Það var ekki kominn 1 mínúta á klukkuna. Það er helvítis brekka að vera kominn hingað og gefa þeim eitt mark í forskot. Á þeim tímapunkti getur maður sagt að maður sé þokkalega sáttur við jafntefli. Fyrirfram vildum við taka öll stigin."

Fjölnir er með tvö stig eftir 6 leiki og eru í botnsætinu.

„ Við erum nýliðar og okkur er spá botnsætinu á mörgum stöðum þannig það er ekkert sem kemur á óvart. Við höfðum áhyggjur fyrir mót og munum örugglega hafa áhyggjur í allt sumar en þetta er verkefni. Ég tel okkur vera með nógu góðan hóp til að halda liðinu uppi og það er markmiðið."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner