Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 13. júlí 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
McGoldrick varð fyrir kynþáttafordómum
David McGoldrick, framherji Sheffield United, varð fyrir kynþáttafordómum í en hann fékk send ljót skilaboð.

McGoldrick tók skjáskot af skilaboðunum og birti þau á samfélagsmiðlum en hann skrifaði við þau: '2020 og þetta er lífið.'

Atvikið átti sér stað einungis einum degi eftir að 12 ára drengur var handtekinn fyrir að vera með kynþáttafordóma í garð Wilfried Zaha.

Sheffield United hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið segist styðja við bakið á McGoldrick og að sökudólgurinn sem sendi skilaboðin verði fundinn.
Athugasemdir
banner