Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 21:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid einum sigri frá titlinum
Gareth Bale dundar sér á varamannabekknum í kvöld.
Gareth Bale dundar sér á varamannabekknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Real Madrid er einum sigri frá spænska meistaratitilinum. Madrídingar lögðu Granada að velli í kvöld.

Ferland Mendy kom Real yfir á tíundu mínútu og sex mínútum síðar var Karim Benzema á skotskónum. Staðan var 2-0 í hálfleik, en í byrjun seinni hálfleiks minnkaði Granada muninn.

Lærisveinar Zinedine Zidane héldu hins vegar út og lönduðu sigrinum. Þeir eru núna með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og tveir leikir eftir. Granada er í tíunda sæti.

Getafe er í sjötta sæti eftir markalaust jafntefli við Alaves, með jafnmörg stig og Real Sociedad (54 stig) en Sociedad vann 2-1 útisigur á Sociedad í kvöld. Villarreal er í fimmta sæti með þremur stigum meira en Getafe og Sociedad.

Alaves 0 - 0 Getafe

Granada CF 1 - 2 Real Madrid
0-1 Ferland Mendy ('10 )
0-2 Karim Benzema ('16 )
1-2 Darwin Machis ('50 )

Villarreal 1 - 2 Real Sociedad
0-1 Willian Jose ('61 )
0-2 Diego Llorente ('75 )
1-2 Santi Cazorla ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner