Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 17:23
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Mimi Eiden hetjan í fyrsta sigri Vestra
Mimi Eiden hefur skorað 5 af 8 mörkum Vestra á deildartímabilinu. Olivia Rose McKnight skoraði hin þrjú.
Mimi Eiden hefur skorað 5 af 8 mörkum Vestra á deildartímabilinu. Olivia Rose McKnight skoraði hin þrjú.
Mynd: Montana
Vestri 2 - 1 Álftanes
1-0 Mimi Eiden ('7)
1-1 Ásthildur Lilja Atladóttir ('60)
2-1 Mimi Eiden ('86, víti)

Mimi Eiden er hetja dagsins á Ísafirði eftir að hafa skorað bæði mörk Vestra í fyrsta sigri liðsins á deildartímabilinu.

Vestri tók á móti Álftanesi í 2. deild kvenna og komust heimakonur yfir strax á sjöundu mínútu þegar Mimi skoraði.

Vestri leiddi í leikhlé og hélst staðan 1-0 allt þar til á 60. mínútu, þegar hin efnilega Ásthildur Lilja Atladóttir jafnaði leikinn fyrir gestina.

Á lokakafla leiksins fengu heimakonur svo dæmda vítaspyrnu og steig Mimi á punktinn. Henni brást ekki bogalistin og urðu lokatölur 2-1 fyrir Vestra, sem er kominn með 5 stig eftir 10 fyrstu umferðir sumarsins.

Álftanes situr eftir með 4 stig en á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner