Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   lau 13. ágúst 2022 15:59
Aksentije Milisic
England: Jesus í banastuði - Auðvelt hjá Man City
Frábær í dag.
Frábær í dag.
Mynd: EPA
Gundogan skoraði.
Gundogan skoraði.
Mynd: Heimasíða Man City

Fimm leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en spilað er í annarri umferð. Það var líf og fjör og nóg af mörkum í leikjunum sem hófust klukkan 14.


Á Emirates leikvangnum í London var Gabriel Jesus í miklu stuði. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö. Brasilíumaðurinn kom Arsenal yfir í fyrri hálfleiknum með frábæru marki en hann skaut þá úr skrefinu í fjærhornið.

Hann var aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hann skallaði knöttinn í netið og kom heimamönnum í 2-0. Leicester hélt að það væri að fá víti stuttu síðar en VAR skoðaði atvik þegar það virtist vera brotið á Jamie Vardy. Niðurstaðan varð enginn vítaspyrna.

Snemma í síðari hálfleiknum skoraði varnarmaðurinn William Saliba slysalegt sjálfsmark en einungis tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Granit Xhaka forystuna eftir slæm mistök hjá Danny Ward í marki Leicester.

James Maddison náði að minnka muninn niður í eitt mark en Arsenal gerði eins og áður og svaraði strax með öðru mark. Þar var að verki Gabriel Martinelli. Lokatölur 4-2 fyrir Arsenal.

Manchester City fór létt með Bournemouth en liðið vann 4-0. Staðan var 3-0 í hálfleik en Ilkay Gundogan, Phil Foden og Kevin De Bruyne skoruðu mörk City og þá var eitt markanna sjálfsmark.

Brighton og Newcastle gerðu 0-0 jafntefli sem og Wolves og Fulham. Aleksandar Mitrovic klúðraði vítaspyrnu fyrir Fulham en Jose Sá varði frá honum.

Þá missti Leeds niður 2-0 forystu gegn Southampton á útivelli.

Arsenal 4 - 2 Leicester City
1-0 Gabriel Jesus ('23 )
2-0 Gabriel Jesus ('35 )
2-1 William Saliba ('53 , sjálfsmark)
3-1 Granit Xhaka ('55 )
3-2 James Maddison ('74 )
4-2 Gabriel Martinelli ('75 )

Aston Villa 2 - 1 Everton
1-0 Danny Ings ('31 )
2-0 Emiliano Buendia ('86 )
2-1 Lucas Digne ('87 , sjálfsmark)

Brighton 0 - 0 Newcastle

Manchester City 4 - 0 Bournemouth
1-0 Ilkay Gundogan ('19 )
2-0 Kevin de Bruyne ('31 )
3-0 Phil Foden ('37 )
4-0 Jefferson Lerma ('79 , sjálfsmark)

Southampton 2 - 2 Leeds
0-1 Rodrigo Moreno ('46 )
0-2 Rodrigo Moreno ('60 )
1-2 Joe Aribo ('72 )
2-2 Kyle Walker-Peters ('81 )

Wolves 0 - 0 Fulham
0-0 Aleksandar Mitrovic ('81 , Misnotað víti)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
12 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
13 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner