Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   sun 13. ágúst 2023 21:12
Sölvi Haraldsson
Rúnar Kristins sáttur með stuðninginn: Ég hef gleymt að þakka þeim
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum með frábæra stuðningsmenn.“
„Við erum með frábæra stuðningsmenn.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var mjög góður sigur og við þurftum að hafa mikið fyrir honum. Við hefðum átt að skora samt fleiri mörk í fyrri hálfleik. Síðan byrjar seinni hálfleikurinn á versta veg þegar þeir skora eftir einvherjar 20 sekúndur. Mér fannst við ná tök á leiknum eftir tæpar 10 mínútur í seinni hálfleik. En þeir voru mjög orkumiklir í uppafi síðari hálfeiks. Þetta var aldrei öruggt samt í dag. Þetta var svipað og í Kópavoginum þar sem við hleypum þeim inn í leikinn, en við héldum það út í dag og í Kópavoginum og gerðum það vel.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir góðan 3-2 sigur á Fram í Frostaskjólinu í dag. Sigurinn lyftir KR upp fyrir FH og í 4. sætið.


Lestu um leikinn: KR 3 -  2 Fram

Þú hlýtur að vera mjög sáttur með fyrri hálfleikinn og þá sérstaklega frammitöðu Benoný Breka sem leggur upp og skorar.

Já Benoný er að vaxa. Hann er að verða betri með hverjum deginum. Hann er búinn að bæta sig mjög mikið í þeim leikjum sem við höfum verið að gefa honum og við erum mjög ánægðir með hann. Það er ekki að ástæðulausu að hann sé að spila. Það voru margi sem stóðu sig vel. Stefán Árni var að byrja í fyrsta skipti í sumar og var frábær í fyrri hálfleik. Theodór Elmar og Kiddi voru líka að tengja vel ásamt Ægi, Atla og Jóa. Ég var ánægður með allt liðið. Menn eru ekkert að hugsa um næsta leik. Við lögðum mikla vinnu í leikinn í dag og við uppskárum. Ég er hrikalega ánægður með allt liðið.“

Eftir að Fram minnkar muninn í upphafi síðari hálfleiks taka þeir öll völd í um það bil korter. Þú hlýtur að vera ánægður með það að hafa náð þessu þriðja marki sem Kristján Flóki skorar?

Þriðja markið kom leiknum í meira jafnvægi. Þegar staðan var 3-1 hugsaði ég bara að við gætum andað rólega og haldið aðeins í boltann. Það er oft ekki alveg þannig í fótbolta og það var þannig í dag eftir að Fram koma stöðunni í 3-2. Það var smá stress í restina og við þjálfararnir nöguðum bara neglurnar og reyndum að finna lausnir.“

Fyrir leikinn á móti Breiðablik voruð þið með verstu markaskorunina í deildinni ásamt Keflavík, þú hlýtur að vera ánægður með það að þið eruð búnir að skora 7 mörk í seinustu tveimur leikjum.

Já mjög svo. Það leit ekkert vel út fyrir okkur að vera með að meðaltali eitt mark í leik. Það er stigandi í okkar leik og við erum að vaxa. Við erum á fínum stað. Framtíðin er björt hjá KR með þessa ungu leikmenn sem við erum að spila. En við þrufum að bæta aðeins í og styrkja leikmannahópinn. Það er nóg eftir af þessu. Næsti leikur er bara bikarinn og við sjáum bara til hvað við gerum þar.

Geggjuð stemning í dag. Hversu ánægður varstu með alla sem mættu á völlinn í dag?

Við erum með frábæra stuðningsmenn og ég hef gleymt því að þakka þeim. Við erum búnir að fá frábæran stuðning undanfarið. Það er hvergi betra að vera en á KR-vellinum þegar það er svona gott veður.“

Glugginn er ennþá opinn, munum við sjá eitthvað gerast hjá KR á markaðnum á næstu dögum?

Já vonandi á morgun bara. Ég get ekki sagt neitt meira um það en það verða vonandi einvherjar fréttir á markaðnum hjá KR á morgun. Vonandi!

Næst er það Víkingur á miðvikudaginn í undanúrslitum, hvernig leggst hann í þig?

Það er alltaf næsti leikur sem er mikilvægastur. Við förum brattir í Víkina. Við viljum bara reyna að vinna og þeir líka. Þeir eru með besta liðið í deildinni og hafa verið frábærir í sumar. Við þurfum að skora mark eða mörk nema við förum í vítakeppni og höldum núllinu. Við viljum bara spila alvöru bikarleik og ég held að það verði mikið af fólki sem vilja koma og sjá þetta.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR eftir góðan 3-2 sigur á Fram á Meistaravöllum í kvöld. Næsti leikur KR er einmitt undanúrslit í bikarnum gegn Víkingi í Víkinni á miðvikudaginn.

Viðtalið er lengra en það má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir