Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. september 2021 10:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristján Atli ekki spilað að undanförnu - Frjáls allra mála
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Atli Marteinsson hefur ekki verið í leikmannahópi Aftureldingar í undanförnum leikjum.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var til viðtals eftir leikinn gegn Grindavík á laugardag. Maggi var spurður út í Kristján Atla.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Grindavík

„Við komumst að samkomulagi um það að hann myndi ekki spila síðustu leikina með okkur. Hann er samningslaus eftir tímabilið og búið að tilkynna honum það að verði ekki meira með okkur."

„Þannig hann er frjáls allra mála og getur fundið sér nýtt félag fyrir næsta tímabil,"
sagði Maggi.

Viðtalið má sjá hér að neðan.

Kristján Atli er 25 ára gamall og hefur verið hjá Aftureldingu frá því um mitt sumar 2018. Í sumarið spilaði hann sautján leiki og skoraði eitt mark.


Magnús: Við byrjum vel
Athugasemdir
banner
banner
banner