Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 13. september 2024 11:10
Elvar Geir Magnússon
Tímabilið búið hjá Guðmundi Andra og Stefáni Árna?
Stefán Árni tognaði illa aftan í læri í leik gegn KA í lok júlí.
Stefán Árni tognaði illa aftan í læri í leik gegn KA í lok júlí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Andri Tryggvason.
Guðmundur Andri Tryggvason.
Mynd: KR
Guðmundur Andri Tryggvason og Stefán Árni Geirsson, sóknarleikmenn KR, eiga á hættu að taka ekki frekari þátt á þessari leiktíð en frá þessu er greint á Vísi.

Lestu um leikinn: KR 0 -  3 Víkingur R.

Guðmundur Andri hefur ekki spilað síðan hann kom frá Val í sumarglugganum. Hann hefur glímt við meiðsli í hné og á hönd og ljóst að hann þarf að fara í aðgerð vegna handarmeiðsla sinna.

„Hann verður allavega ekki með í næstu tveimur leikjum og framhaldið verður bara að koma í ljós. Forgangsverkefnið fyrir hann er að fá sig 100 prósent góðan og það þýðir að hann þurfi að taka minni þátt en meiri það sem eftir lifir tímabils þá tökum við enga áhættu með hann," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi.

Stefán Árni tognaði illa aftan í læri í leik gegn KA í lok júlí og segir Óskar að hann verði að öllum líkindum ekki meira með á tímabilinu.

KR mun keppa í neðri hluta Bestu deildarinnar en henni verður skipt upp eftir næstu umferð. Áður en að því kemur mun KR hinsvegar spila gegn Víking á Meistaravöllum í dag klukkan 17, þeim leik var frestað fyrir nokkrum vikum vegna Evrópuþátttöku Víkings.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner