Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 12. september 2024 09:52
Elvar Geir Magnússon
Óskar og Arnar mætast að nýju en samt ekki
Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson eru helstu keppinautar íslenska boltans síðustu ár.
Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson eru helstu keppinautar íslenska boltans síðustu ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr viðureign KR og Víkings á síðasta ári.
Úr viðureign KR og Víkings á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari stýrir Víkingi á morgun þar sem Arnar er í banni.
Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari stýrir Víkingi á morgun þar sem Arnar er í banni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur verið hiti í samkeppni Víkings og Breiðabliks undanfarin ár og andlit þeirri rimmu hafa verið þjálfararnir Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Þjálfararnir mætast aftur á morgun, þegar nýju lærisveinar Óskars í KR taka á móti Íslandsmeisturunum á Meistaravöllum. Þeir tveir mætast þó ekki bókstaflega þar sem Arnar tekur út leikbann og verður í stúkunni.

Leikur KR og Víkings verður spilaður klukkan 17, snemma þar sem ekki eru flóðljós við völlinn, en um er að ræða leik úr 20. umferð Bestu deildarinnar. Honum var frestað til að skapa svigrúm fyrir Víking til að einbeita sér að því að komast í Sambandsdeildina.

Þrátt fyrir fjölmiðlafárið og hitann í harðri keppni Arnars og Óskars á fótboltavellinum þá fór vel á með þeim þegar þeir unnu saman í umfjöllun RÚV sem sérfræðingar um EM í sumar.

KR reynir að fæla falldrauginn úr Vesturbænum
Atburðarásin hjá KR síðasta árið hefur verið með hreinum ólíkindum og gengi liðsins í sumar verið í órafjarlægð frá væntingum. Liðið er þremur stigum frá fallsæti en getur komið sér í mun betri mál með sigri á morgun.

KR vann öflugan 4-2 sigur gegn ÍA í síðasta leik, þar sem Benoný Breki Andrésson var magnaður og skoraði þrennu. Það er skammt stórra högga á milli hjá KR en liðið mun heimsækja Val á mánudag, áður en deildinni verður skipt upp þar sem innbyrðis leikir í neðri hlutanum bíða liðsins.

Víkingur getur komist á toppinn
Sölvi Geir Ottesen stýrir Víkingi frá hliðarlínunni á morgun en eftir æsilegan endurkomusigur gegn Val í upphafi mánaðarins mun liðið komast á topp Bestu deildarinnar að nýju með því að vinna leikinn.

Víkingur getur jafnað Breiðablik að stigum að toppnum en þar sem liðið er með betri markatölu þá fer það þá í efsta sætið. Það stefnir allt í æsispennandi einvígi milli Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn og stórskemmtilega baráttu í efri hlutanum.

Erfiður heimavöllur
KR-ingum líður ekkert sérstaklega vel heima hjá sér og eru neðstir þegar kemur að árangri á heimavelli. Liðið hefur aðeins unnið tvo af tíu heimaleikjum og Meistaravellir aðeins skilað samtals tíu stigum heim á bæ.

Jafntefli í fyrri viðureign þessara liða
Þegar Víkingur tók á móti KR í 11. umferð, þann 22. júní, enduðu leikar með jafntefli 1-1. Matthías Vilhjálmsson kom Víkingi yfir á sjöundu mínútu Theodór Elmar Bjarnason jafnaði. Fleiri urðu mörkin ekki.

KR-ingar voru mjög varnarsinnaðir í leiknum en þetta var fyrsti leikur þeirra undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar sem tók við liðinu til bráðabirgða eftir að Gregg Ryder var rekinn.

Af hverju er Arnar í banni?
Það er vafalítið svekkjandi að Óskar og Arnar mætist ekki á hliðarlínunni. Arnar fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu þegar hann trylltist út í dómarann í jafntefli gegn Vestra. Hann var dæmdur sjálfkrafa í tveggja leikja bann og fékk aukaleik fyrir ósæmilega hegðun. Eftir leikinn á morgun hefur hann lokið afplánun á þessu þriggja leikja banni.

Hver mun dæma leikinn?
Elías Ingi Árnason dæmir leikinn á morgun en hann hefur verið einn besti dómari deildarinnar í sumar. Gylfi Már Sigurðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason verða aðstoðardómarar og fjórði dómari verður Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson.

Leikur KR og Víkings verður klukkan 17:00 á morgun, föstudaginn 13. september
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner