Jordan Henderson, miðjumaður Ajax, hefur verið orðaður við endurkomu í Sunderland.
Þessi 34 ára gamli miðjumaður hefur átt frábæran feril en hann vann titla sem fyrirliði Liverpool, m.a. úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 20 ár. Hann gekk til liðs við Liverpool frá Sunderland á sínum tíma.
Framherjinn fyrrverandi, Darren Bent, var liðsfélagi Henderson hjá Sunderland en hann vill sjá miðjumanninn fara heim.
„Hann er 34 ára en ég held að hann geti enn gert vel í úrvalsdeildinni, alveg 100%, hann sér vel um sig. Mér líður bara eins og að fara til Sunderland meiki sens. Það er hans félag, þar sem hann byrjaði, þar spilaði ég með honum og ég er viss um að stuðningsmennirnir myndu elska að fá hann aftur," sagði Bent.
Athugasemdir