Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 13. október 2024 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Yamal ekki með gegn Serbíu - Glímir við álagsmeiðsli
Mynd: EPA

Lamine Yamal verður ekki með spænska landsliðinu sem tekur á móti Serbíu í Þjóðadeildinni á þriðjudaginn.


Yamal meiddist í sigri gegn Danmörku í gær en hann var sendur aftur til Barcelona í kjölfarið. Hann fór í myndatöku en ekkert alvarlegt kom í ljós.

Það hefur verið ákveðið að hvíla hann gegn Serbíu til að koma í veg fyrir frekari álagsmeiðsli.

Þessi 17 ára gamli vængmaður hefur komið gríðarlega sterkur inn í lið Barcelona og spænska landsliðsins á ansi stuttum tíma. Hann kom við sögu í 50 leikjum fyrir Barcelona á síðustu leiktíð og var í kjölfarið lykilmaður þegar Spánn varð Evrópumeistari í sumar.

Hann hefur spilað 11 leiki og komið að tíu mörkum með Barcelona á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner