Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. nóvember 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Caulker grínast - Til í að koma til Liverpool en bara sem sóknarmaður
Steven Caulker.
Steven Caulker.
Mynd: Getty Images
Liverpool gæti hreinlega ekki verið óheppnara þegar kemur að miðvarðarstöðunni.

Virgil van Dijk, besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar, er frá út tímabilið vegna meiðsla. Joe Gomez fór svo í aðgerð í gær eftir að hann meiddist á hné á æfingu enska landsliðsins. Hinn 23 ára gamli Gomez verður frá keppni í nokkra mánuði.

Liverpool gæti keypt miðvörð í janúar í ljósi þessara frétta. Joel Maip er eini reynslumikli miðvörðurinn sem er heill heilsu en Nathaniel Phillips og Rhys Williams hafa báðir fengið tækifæri að undanförnu. Þá gæti miðjumaðurinn Fabinho spilað í hjarta varnarinnar en hann snýr aftur eftir meiðsli þegar boltinn byrjar að rúlla eftir landsleikjahlé.

Á fyrsta tímabili Jurgen Klopp sem stjóra Liverpool fékk félagið Steven Caulker á láni frá QPR. Caulker spilaði sem sóknarmaður fyrir Liverpool og lagði meðal annars upp sigurmark fyrir Adam Lallana í eftirminnilegum 5-4 sigri á Norwich.

Caulker, sem hefur alla tíð spilað sem varnamaður, grínaðist með það á Twitter að hann væri til í að snúa aftur til félagsins ef hann fengi að spila frammi.

Caulker er á mála hjá Alanyaspor í Tyrklandi. Vefsíðan Goal grínaðist með það á Twitter að Klopp ætti að sækja Caulker, sem kom að níu mörkum í Tyrklandi á síðustu leiktíð. Hann svaraði tístinu og skrifaði: „Ég kem bara til baka ef ég fæ að spila frammi."

Hér að neðan má sjá tístið.


Athugasemdir
banner