Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. nóvember 2020 17:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Egill Darri í Kórdrengi (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Kórdrengir
Kórdrengir hafa fengið til sín liðsstyk fyrir átökin í 1. deildinni á komandi leiktíð. Egill Darri Makan Þorvaldsson er genginn í raðir félagsins.

Egill er nítján ára gamall bakvörður sem er sonur Þorvalds Makan Sigbjörnssonar. Egill hefur verið á mála hjá FH síðan 2018 og lék sex leiki með Hafnarfjarðarliðinu það ár. Hann var að láni hjá Þrótti seinni hluta tímabilsins 2018.

Egill fór á reynslu til Parma árið 2018 og í sumar lék hann með 2. flokki FH sem varð Íslandsmeistari. Árið 2019 meiddist hann og lék ekkert um sumarið. Hann hefur til þessa leikið tólf leiki fyrir yngri landsliðin.

„!! Nýr leikmaður !!
Kórdrengir hafa samið við hinn unga og efnilega bakvörð, Egil Darra Makan, fæddan 2001, og kemur hann til okkar frá FH. Egill hefur spilað með U16, U17 og U18. Egill spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2018 fyrir FH, þá 17 ára gamall. Egill hafði úr mörgun lliðum að velja en Kórdrengir urðu fyrir valinu.
Kórdrengir eru gríðarlega spenntir fyrir komandi leiktíð í lengjudeildinni og höldum við áfram að bæta liðið með ungum og efnilegum leikmönnum ásamt sterkum og reynslumiklum,"
segir í tilkynningu Kórdrengja á Facebook.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner