Fjölskylda George Baldock hefur fengið þær upplýsingar að það gæti tekið mánuði að komast að ástæðunni fyrir andláti hans. Baldock var 31 árs þegar hann fannst látinn í sundlaug við heimili sitt í Aþenu í Grikklandi.
Útgefin dánarorsök var drukknun en talið er líklegt að hann hafi verið með leyndan hjartagalla.
Baldock er fyrrum leikmaður Sheffield United og þá lék hann með ÍBV á lánssamningi 2012. Í sumar gekk hann í raðir Panathinaikos.
Útgefin dánarorsök var drukknun en talið er líklegt að hann hafi verið með leyndan hjartagalla.
Baldock er fyrrum leikmaður Sheffield United og þá lék hann með ÍBV á lánssamningi 2012. Í sumar gekk hann í raðir Panathinaikos.
Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason var liðsfélagi Baldock hjá Panathinaikos.
„Þetta eru búnir að vera skrítnir daga skal ég segja þér, margar spurningar sem fara í hausinn á þér sem þú hefur ekki svör við. Ég og George vorum miklir félagar og virkilega erfitt að skilja þetta að mörgu leyti. Það var ekki auðvelt því hausinn á mér var ekki á þeim stað sem hann er kannski venjulega fyrir leik," sagði Sverrir í viðtali í síðasta landsleikjaglugga.
Athugasemdir