Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 13. nóvember 2025 15:00
Kári Snorrason
Forseti Barcelona: Óraunhæft að fá Messi aftur
Mynd: EPA

Joan Laporta, forseti Barcelona, telur óraunhæft að Messi snúi aftur á Nývang sem leikmaður Barcelona.

Messi mætti óvænt á Nývang fyrr í vikunni og birti myndir af sér á vellinum á samfélagsmiðlum og viðraði þá hugmynd um að snúa aftur sem leikmaður til þess að fá að kveðja almennilega. 


Laporta viðurkenndi að tími Lionel Messi hjá félaginu hafi ekki endað eins og hann hefði kosið vegna fjárhagsvandamála, en taldi ekki raunhæft að fá hann aftur sem leikmann.

Forsetinn vonast þó til að halda sérstakan leik til heiðurs Messi þegar Nývangur opnar á nýjan leik eftir endurbætur.

Færsla Messi á Instagram:

Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af allri sálu. Stað þar sem ég var óendanlega hamingjusöm, þar sem þið létuð mér líða eins og ég væri hamingjusamasta manneskja í heimi, þúsund sinnum. Ég vona að ég geti snúið aftur einn daginn, og ekki bara til að kveðja sem leikmaður, því það fékk ég aldrei tækifæri til.


Athugasemdir
banner
banner