Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   þri 14. janúar 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristinn Steindórs: Kom á óvart að FH vildi ekki fara í neinar viðræður
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Engin þróun hefur verið á málum Kristins Steindórssonar en miðjumaðurinn er án félags eftir að samningurinn hans við FH rann út eftir tímabilið 2019.

Sjá einnig:
Kristinn Steindórs: Æfi einn og vonast eftir símtali

Kristinn var einnig spurður út í viðskilnaðinn við FH. Kom það honum á óvart að FH skildi ekki framlengja samninginn við sig?

„Já, ég verð að segja það," sagði Kristinn við Fótbolta.net.

„Ég varð allavega hissa að þeir hafi ekki viljað fara í neinar samningsviðræður og sjá svo hvernig málin færu, hvort aðilar myndu ná saman og annað. Ég er frekar hissa að þeir hafi látið mig fara án þess að hafa rætt við mig."

„Sérstaklega í ljósi þess að Davíð (Þór Viðarsson) var að hætta og óljóst var með Halldór Orra (Björnsson). Þá var grunur um að Brandur (Olsen) yrði seldur annað. Ég er hissa á þessu miðað við stöðuna en Óli (Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH) ræður þessu. Það þýðir lítið að hugsa meira um þessa hluti. Þetta er bara svona og það verður bara að taka því,"
sagði Kristinn við Fótbolta.net.

Kristinn er mikill NFL aðdáandi og var að lokum spurður út í hvaða lið myndi klára Ofurskálina (Superbowl) þetta árið.

„Drauma Superbowl var 49ers á móti Ravens, þetta AFC er eitthvað bilað. Ég ætla samt að giska á að Chiefs (Kansas City) sigri þetta árið á móti 49ers í rosalegum leik," sagði Kristinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner