Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 14. janúar 2022 22:30
Victor Pálsson
Xavi sagður hafa verið að senda Dest skilaboð
Mynd: EPA
Xavi, stjóri spænska stórliðsins Barcelona, var að senda bakverðinum Sergino Dest skilaboð í El Clasico í vikunni. Xavi er sagður vilja losna við Dest og það sem fyrst.

Þetta kemur fram í spænska blaðinu Sport en Dest var ekki valinn í leikmannahópinn er Barcelona tapaði 3-2 gegn erkifjendum sínum.

Xavi ákvað að velja Oscar Mingueza frekar í leikmannahópinn en hann kom þó ekki við sögu í tapinu.

Barcelona mun reyna að losa leikmenn í janúarglugganum og samkvæmt Sport þá er Dest ofarlega á þeim lista hjá Xavi.

Stórlið láta það ekki framhjá sér fara og eru bæði Chelsea og Bayern Munchen að fylgjast með gangi mála Dest.

Dest er bandarískur landsliðsmaður en hann kom til Barcelona frá Ajax árið 2020.
Athugasemdir
banner